Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hjálmar ekki kærður þrátt fyrir „jafnvel refsiverða“ háttsemi

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands hef­ur ákveð­ið að kæra ekki fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra, Hjálm­ar Jóns­son, þrátt fyr­ir að lög­fræði­álit segi hann að lík­ind­um hafa gerst sek­an um fjár­drátt.

Hjálmar ekki kærður þrátt fyrir „jafnvel refsiverða“ háttsemi
Hjálmar Jónsson Fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins lét af störfum í ársbyrjun. Mynd: BÍ

Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hefur tekið ákvörðun um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra, Hjálmars Jónssonar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hjálmari var sagt upp sem framkvæmdastjóra BÍ í janúar en hann hefur starfað með einum eða öðrum hætti fyrir félagið síðan 1989. Stjórn BÍ ákvað einróma á stjórnarfundi 21. júní að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits LOGOS þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð.

„Stjórn BÍ telur hagsmunum félagsins betur borgið með því að ljúka málinu í stað þess að halda því áfram um ótilgreindan tíma með ófyrirséðum afleiðingum og kostnaði fyrir félagið,“ segir í tilkynningunni.

Niðurstaða álits LOGOS er að Hjálmar hafi að öllum líkindum gerst sekur um refsiverða háttsemi í starfi sínu fyrir félagið. „Meint brot fólust í lánveitingum sem hann veitti sjálfum sér af fjármunum félagsins án samþykkis stjórnar, greiðslu ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé umfram ástæður og til persónulegra nota,“ segir í tilkynningunni. „Minnisblaðið er afdráttarlaust og fer yfir hvernig fyrrum framkvæmdastjóri misnotaði þá aðstöðu sem hann fékk í krafti umboðs til ráðstöfunar á fjármunum félagsins, sér í lagi hvað varðar lánveitingar hans til sjálfs sín.“

9,2 milljónir í fyrirframgreidd laun

Hjálmar hefur verið framkvæmdastjóri BÍ síðan árið 2003 en var bæði framkvæmdastjóri og formaður félagsins á árunum 2010 til 2021.

Í minnisblaðinu segir að ljóst sé að Hjálmar hafi millifært á sjálfan sig tæpar 9,2 m.kr. og látið færa í bókhaldi sem fyrirframgreidd laun. „Var það án heimildar og án vitneskju stjórnar félagsins,“ segir í minnisblaðinu. „Greiðslurnar komu ekki fram á launaseðlum hjá fyrrum framkvæmdastjóra og því ekki hægt að rekja í bókhaldi að greiðslurnar tengist fyrirfram greiddum launum. Framangreind háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra með lánveitingum til sjálfs síns án samþykkis stjórnar, greiðslur ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé verulega umfram ástæður og til persónulegra nota fellur að öllum líkindum undir fjárdrátt samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“

„Til málsbóta yrði þó væntanlega litið til þess að hann endurgreiddi lánin“

Þá segir að brotið hafi talist að fullu framið þó að Hjálmar hafi greitt til baka það sem hann fékk að láni. Í minnisblaðinu er farið yfir að brotið teljist að fullu framið þó svo að fyrrverandi framkvæmdastjóri hafi greitt til baka það sem hann fékk að láni. Einnig að ef ekki yrði fallist á að framangreindar ráðstafanir hans væru fjárdráttur yrði að öllum líkindum fallist á að sama háttsemi teldist vera umboðssvik. „Kæmi til kæru og síðar ákæru yrði að líkindum ekki erfitt að sýna fram á persónulega auðgun framkvæmdastjórans. Til málsbóta yrði þó væntanlega litið til þess að hann endurgreiddi lánin,“ segir í minnisblaðinu.

Vildu loka málinu

Til viðbótar er fjallað í minnisblaðinu um önnur atriði sem snúa að styrkveitingum og veitinga- og ferðakostnaði sem ekki teljast refsiverð en lýsi frekar lausung á daglegum rekstri félagsins.

„[...] háttsemi framkvæmdastjórans fyrrverandi hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð“

Hjálmar sendi stjórn BÍ skýringar með bréfi 6. júní síðastliðinn. „Stjórn fól lögmanni LOGOS að meta skýringarnar og var það niðurstaða hans að þær breyttu ekki niðurstöðu minnisblaðsins; þ.e.að háttsemi framkvæmdastjórans fyrrverandi hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð,“ segir í tilkynningunni.

BÍ lauk hins var málinu á stjórnarfundi 21. júní þrátt fyrir þessa niðurstöðu. „Stjórn BÍ telur að tilgangi þess, að ráðast í þessa skoðun, sé nú náð,“ segir í tilkynningunni. „Markmiðið hafi verið að fá sérfræðiálit á rekstri og fjárreiðum félagsins í ljósi þess hve illa gekk hjá stjórn að fá upplýsingar frá fyrrverandi framkvæmdastjóra.“

Starfsfólk skrifstofu BÍ hefur unnið að umbótum á verklagi við meðferð fjármuna, að því segir í tilkynningunni. „Stjórn vonast til þess að með þessari ákvörðun sé málinu endanlega lokið og að orka og athygli starfsfólks og stjórnar geti beinst að því að efla veg blaðamennsku og blaðamanna á Íslandi, félagsmönnum og faginu til heilla, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,“ segir að lokum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
5
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár