Hjálmar ekki kærður þrátt fyrir „jafnvel refsiverða“ háttsemi

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands hef­ur ákveð­ið að kæra ekki fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra, Hjálm­ar Jóns­son, þrátt fyr­ir að lög­fræði­álit segi hann að lík­ind­um hafa gerst sek­an um fjár­drátt.

Hjálmar ekki kærður þrátt fyrir „jafnvel refsiverða“ háttsemi
Hjálmar Jónsson Fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins lét af störfum í ársbyrjun. Mynd: BÍ

Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hefur tekið ákvörðun um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra, Hjálmars Jónssonar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hjálmari var sagt upp sem framkvæmdastjóra BÍ í janúar en hann hefur starfað með einum eða öðrum hætti fyrir félagið síðan 1989. Stjórn BÍ ákvað einróma á stjórnarfundi 21. júní að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits LOGOS þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð.

„Stjórn BÍ telur hagsmunum félagsins betur borgið með því að ljúka málinu í stað þess að halda því áfram um ótilgreindan tíma með ófyrirséðum afleiðingum og kostnaði fyrir félagið,“ segir í tilkynningunni.

Niðurstaða álits LOGOS er að Hjálmar hafi að öllum líkindum gerst sekur um refsiverða háttsemi í starfi sínu fyrir félagið. „Meint brot fólust í lánveitingum sem hann veitti sjálfum sér af fjármunum félagsins án samþykkis stjórnar, greiðslu ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé umfram ástæður og til persónulegra nota,“ segir í tilkynningunni. „Minnisblaðið er afdráttarlaust og fer yfir hvernig fyrrum framkvæmdastjóri misnotaði þá aðstöðu sem hann fékk í krafti umboðs til ráðstöfunar á fjármunum félagsins, sér í lagi hvað varðar lánveitingar hans til sjálfs sín.“

9,2 milljónir í fyrirframgreidd laun

Hjálmar hefur verið framkvæmdastjóri BÍ síðan árið 2003 en var bæði framkvæmdastjóri og formaður félagsins á árunum 2010 til 2021.

Í minnisblaðinu segir að ljóst sé að Hjálmar hafi millifært á sjálfan sig tæpar 9,2 m.kr. og látið færa í bókhaldi sem fyrirframgreidd laun. „Var það án heimildar og án vitneskju stjórnar félagsins,“ segir í minnisblaðinu. „Greiðslurnar komu ekki fram á launaseðlum hjá fyrrum framkvæmdastjóra og því ekki hægt að rekja í bókhaldi að greiðslurnar tengist fyrirfram greiddum launum. Framangreind háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra með lánveitingum til sjálfs síns án samþykkis stjórnar, greiðslur ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé verulega umfram ástæður og til persónulegra nota fellur að öllum líkindum undir fjárdrátt samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“

„Til málsbóta yrði þó væntanlega litið til þess að hann endurgreiddi lánin“

Þá segir að brotið hafi talist að fullu framið þó að Hjálmar hafi greitt til baka það sem hann fékk að láni. Í minnisblaðinu er farið yfir að brotið teljist að fullu framið þó svo að fyrrverandi framkvæmdastjóri hafi greitt til baka það sem hann fékk að láni. Einnig að ef ekki yrði fallist á að framangreindar ráðstafanir hans væru fjárdráttur yrði að öllum líkindum fallist á að sama háttsemi teldist vera umboðssvik. „Kæmi til kæru og síðar ákæru yrði að líkindum ekki erfitt að sýna fram á persónulega auðgun framkvæmdastjórans. Til málsbóta yrði þó væntanlega litið til þess að hann endurgreiddi lánin,“ segir í minnisblaðinu.

Vildu loka málinu

Til viðbótar er fjallað í minnisblaðinu um önnur atriði sem snúa að styrkveitingum og veitinga- og ferðakostnaði sem ekki teljast refsiverð en lýsi frekar lausung á daglegum rekstri félagsins.

„[...] háttsemi framkvæmdastjórans fyrrverandi hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð“

Hjálmar sendi stjórn BÍ skýringar með bréfi 6. júní síðastliðinn. „Stjórn fól lögmanni LOGOS að meta skýringarnar og var það niðurstaða hans að þær breyttu ekki niðurstöðu minnisblaðsins; þ.e.að háttsemi framkvæmdastjórans fyrrverandi hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð,“ segir í tilkynningunni.

BÍ lauk hins var málinu á stjórnarfundi 21. júní þrátt fyrir þessa niðurstöðu. „Stjórn BÍ telur að tilgangi þess, að ráðast í þessa skoðun, sé nú náð,“ segir í tilkynningunni. „Markmiðið hafi verið að fá sérfræðiálit á rekstri og fjárreiðum félagsins í ljósi þess hve illa gekk hjá stjórn að fá upplýsingar frá fyrrverandi framkvæmdastjóra.“

Starfsfólk skrifstofu BÍ hefur unnið að umbótum á verklagi við meðferð fjármuna, að því segir í tilkynningunni. „Stjórn vonast til þess að með þessari ákvörðun sé málinu endanlega lokið og að orka og athygli starfsfólks og stjórnar geti beinst að því að efla veg blaðamennsku og blaðamanna á Íslandi, félagsmönnum og faginu til heilla, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,“ segir að lokum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Stefna Vinnslustöðinni svo bæjarbúar greiði ekki tjónið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Stefna Vinnslu­stöð­inni svo bæj­ar­bú­ar greiði ekki tjón­ið

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja sam­þykkti í dag að höfða skaða­bóta­mál á hend­ur Vinnslu­stöð­inni hf. vegna tjóns sem varð á vatns­lögn­inni milli lands og Eyja síð­ast­lið­ið haust. Vinnslu­stöð­in neit­ar að bæta meira en það sem trygg­ing­ar fé­lags­ins dekka. Hátt í tveggja millj­arða króna kostn­að­ur lend­ir að óbreyttu á íbú­um í Vest­manna­eyj­um.
Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
7
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Anna María Ágústsdóttir
10
Aðsent

Anna María Ágústsdóttir

Grænt ljós á end­ur­heimt nátt­úr­unn­ar

Anna María Ág­ústs­dótt­ir skrif­ar um ný­sam­þykkt lög Evr­ópu­ráðs­ins um end­ur­heimt nátt­úru. Lög­in sýna, að henn­ar mati, að Evr­ópa er reiðu­bú­in að vera í far­ar­broddi annarra ríkja og tak­ast á við þær ógn­ir sem steðja að lofts­lagi og líf­fræði­leg­um fjöl­breyti­leika með því að standa við al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
„Ég var bara niðurlægð“
2
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Kristin hugveita sendir fólki valkröfur í heimabankann
9
Fréttir

Krist­in hug­veita send­ir fólki val­kröf­ur í heima­bank­ann

Nokk­ur hundruð lands­menn fengu ný­lega senda for­vitni­lega val­kröfu frá fé­lagi sem heit­ir Pax Vobis. Um er að ræða óhagn­aða­drifna hug­veitu um kristna trú sem birt­ir efni á ýms­um sam­fé­lags­miðl­um. Nokk­ur um­ræða skap­að­ist um reikn­inga fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðl­um en stofn­andi fé­lags­ins árétt­ir að fólki sé frjálst hundsa val­kröf­una þeim að kostn­að­ar­lausu.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
6
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
10
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár