Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Kristin hugveita sendir fólki valkröfur í heimabankann

Nokk­ur hundruð lands­menn fengu ný­lega senda for­vitni­lega val­kröfu frá fé­lagi sem heit­ir Pax Vobis. Um er að ræða óhagn­aða­drifna hug­veitu um kristna trú sem birt­ir efni á ýms­um sam­fé­lags­miðl­um. Nokk­ur um­ræða skap­að­ist um reikn­inga fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðl­um en stofn­andi fé­lags­ins árétt­ir að fólki sé frjálst hundsa val­kröf­una þeim að kostn­að­ar­lausu.

Kristin hugveita sendir fólki valkröfur í heimabankann
Friður sé með yður Árni Már Jensson segist hafa stofnað hugveituna Pax Vobis til þess að mýkja umræðuna og draga úr skautun.

Nafnlaus meðlimur á Facebook-síðunni Fjármálatips vakti nýverið athygli á forvitnilegum reikning sem birtist á heimabanka hans fyrir skömmu. Krafan sem nemur 1.900 krónum var send af fyrirtæki sem heitir Pax Vobis. Nafnlausi höfundur færslunnar kannaðist ekki við félagið og spurði aðra meðlimi hópsins hvort þeir gætu borið kennsl á umrætt félag. 

Höfundur færslunnar þurfti ekki að bíða lengi eftir svörum en félagið sjálft skrifaði athugasemd við færsluna þar sem það gerði grein fyrir sér, tilgangi sínum og forsendunum að baki valkröfunni. Í svarinu kemur fram að Pax Vobis sé óhagnaðadrifið félag sem rekur hugveitu og framleiðir viðtalsmyndbönd og annað efni sem birt er á samfélagsmiðlum. 

„Tilgangur Pax Vobis er að varpa ljósi á mannhelgina í samfélaginu. Pax Vobis er latneska og þýðir á íslensku; friður sé með yður,“ segir í athugasemd félagsins. 

Nokkur umræða fór í kjölfarið af stað þar sem ýmsir meðlimir hópsins gagnrýndu félagið fyrir að senda fólki óumbeðna reikninga. Töldu sumir framgöngu félagsins jaðra við argasta dónaskap. 

Valkvæðar kröfur sem fólki er frjálst hundsa

Árni Már Jensson, frumkvöðull og athafnamaður, er stofnandi og forsvarsmaður félagsins. Í samtali við Heimildina segir hann að félagið hafi gert tilraun með að senda út nokkur hundruð valkröfur og fengið leyfi til þess frá viðskiptabanka sínum. Hann hafi ekki orðið var við neikvæð viðbrögð fyrr en umræða á umræddri Facebook-færslu fór á flug.    

„Alla vega finnst okkur ekki þessi fjáröflunaraðferð borga sig og munum ekki gera það aftur. Þetta var einfaldlega of dýrt, það greiddu nokkrir valkröfuna. Valkrafan er náttúrulega þannig að þú getur hent henni út líka, þú þarft ekkert að greiða hana. En við kostuðum meira til en við fengum inn þannig þetta borgar sig ekkert,“ segir Árni Már.

Spurður nánar út í félagið og hvað það gerir í raun segir Árni að Pax Vobis hafi verið formlega stofnað árið 2022. En tekur þó fram að  starfsemi félagsins teygir sig lengra aftur í tímann.

„Við kostuðum meira til en við fengum inn þannig þetta borgar sig ekkert.“
Árni Már Jensson,
stofnandi Pax Vobis.

Félagið fæst við að framleiða og birta stutta viðtalsþætti sem það birtir á Facebook-síðu sinni og á öðrum samfélagsmiðlum. Í myndbandsbrotunum er rætt er við ólíka einstaklinga úr samfélaginu um fjölbreytt viðfangsefni á borð við trúmál, heimspeki, lífið, sögu og „grunngildi mannhelginnar“.

Tilraun til þess að dusta rykið af kristninni

„Tilgangurinn með Pax Vobis er að vekja mannhelgina í samfélaginu. Það er mikil skautun eins og þú sérð til dæmis á Fjármálatips ummælunum. Þar er mikil skautun og mikil öfga umræða. Ýmist til vinstri eða allt til hægri og allir eru svikarar eða allir eru góðir. Þannig það eru svolítið miklir öfgar í gangi,“ segir Árni Már og bætir við að þrátt fyrir að vera orðinn 65 ára gamall hafi hann aldrei upplifað slíka tíma áður.

Félagið og starfsemi þess sé að hans sögn nokkurs konar tilraun til þess að færa ólíka hópa í samfélaginu nær saman með því að leggja rækt við heilnæma umræðu með vísan í kristin gildi og kærleiksboðskap.

„Pax Vobis er að rækta upp þessa umræðu eða gera tilraun til þess, til þess að mýkja hjörtu fólks gagnvart hvort öðru. Með því að vekja athygli á kristni, en ekki bara kristni heldur líka heimsspeki. Við förum inn í ýmis mál og ræðum við lækna og heimspekinga, áhrifavalda, presta og alls konar fræðimenn og leikmenn. Við förum í gegnum þeirra líf og mótlæti og svona ýmislegt sem hefur mætt á fólki í gegnum tíðina og reynum að skilja það og varpa því inn í umræðuna. Með fallegri tónlist og reyna skapa jákvæða hjarta- og hugvekjandi umræðu.“

Pax Vobis hefur framleitt um 150 myndbönd, sem Árni Már kallar myndklippur sem eru gjarnan ekki lengri en fimm mínútur. Þá segist Árni fái um það bil 20 þúsund áhorf á viku og fylgjendur félagsins á samfélagsmiðlum er um það bil sjö þúsund talsins.

Spurður hvort verkefni sé unnið í samstarfi við þjóðkirkjuna eða einhver önnur kristin trúfélög segir Árni Már svo ekki vera.

„Nei, þetta er ekki trúfélag og ekki í samstarfi við nein önnur trúfélög. En eins og ég sagði við þig þá finnst okkur kristnin vera þess verðug að dusta af henni rykið til þess að mýkja hjarta fólks og vekja upp kærleika í þessum tíðaranda sem við lifum í dag.“   

Athyglisverðir viðmælendur

Í einum þætti Pax Vobis er til að mynda rætt við Tryggva Hjaltason, sem starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og gegnir einnig formennsku í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins. Tryggvi hefur tjáð sig mikið um skólamál hér á landi og stöðu drengja í skólakerfinu og hafa pistlar hans um viðfangsefnið vakið mikla athygli hér. 

Tryggvi er þar að auki höfundur nýlegrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu unnin fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið.

Þá vöktu metnaðarfull áform Tryggva um verða 200 ára gamall einnig nokkra athygli í fjölmiðlum á sínum tíma. RÚV greindi til að mynda frá því árið 2020 að Tryggvi sent endajaxl úr sér til fyrirtækis í Bandaríkjunum. Mun það hafa verið gert í von um að hægt verði að nýta stofnfrumurnar úr tönninni til þess að skapa Tryggva ný líffæri, skyldu hans eigin bregðast á löngu lífshlaupi sem hann stefnir á.    

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu