Sífellt hærra hlutfall Íslendinga stendur utan við þjóðkirkjuna og þeir tímar liðnir þegar um 90 prósent landsmanna voru þar meðlimir. Hlutfall þeirra sem skráðir voru í þjóðkirkjuna fór í fyrsta sinn undir 60 prósent fyrir tveimur árum og nú eru tæp 56 prósent þjóðarinnar skráð í hana.
Í takt við þróun annars staðar
Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur ýmsar ástæður fyrir fækkun í þjóðkirkjunni. Ein sé sá aukni fjöldi útlendinga sem hingað flytur, fólk sem tilheyrir öðrum kirkjudeildum eða jafnvel engum. „Síðan eru það einhverjir sem skrá sig úr kirkjunni því þeir eru óánægðir eða ósáttir við hvernig þar hefur verið unnið. En fyrst og fremst, held ég, er þetta í takt við þróun sem hefur átt sér stað í Evrópu, á Norðurlöndunum, á Íslandi. Eins og öll þróun þá kemur hún síðast til Íslands. Nú er þetta hins vegar byrjað að snúast við á sumum stöðum. Í …
Athugasemdir (2)