Eftir sára reynslu af barnsmissi og því að reyna að skrimta á mjög lágum greiðslum úr fæðingarorlofssjóði er Kolbrún Ýr Einarsdóttir hugsi yfir nýjasta skrefi ríkisstjórnarinnar um að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur.
„Ég er alls ekki á móti því að þakið sé hækkað [...] en ég get samt ekki fagnað þessum áfanga fyrr en þeir setja einhverja mannsæmandi upphæð sem lægstu upphæð sem fólk fær greitt,“ segir Kolbrún.
Lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði eru í dag um 222.500 krónur fyrir foreldra sem hafa verið á vinnumarkaði í 50 til 100 prósent starfi sex mánuði samfleytt fyrir fæðingu barns – eða eru í fullu námi, 160.500 krónur fyrir foreldra sem hafa verið í 25 til 49 prósent starfshlutfalli en einungis 97.000 krónur fyrir foreldra sem hafa verið utan vinnumarkaðar eða í minna en 25 prósent starfi. Til samanburðar má nefna að fullar lágmarksatvinnuleysisbætur …
Þessar lægstu greiðslur til foreldra í orlofi eru algjörlega óskiljanlegar.
Á tímabili þar sem fjölskyldur þurfa allan stuðning sem hægt er eru foreldrar settir í svo mikla klemmu!