„Ég var bara niðurlægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

„Ég var bara niðurlægð“
Agnes lítur svo á að kirkjuþing hafi átt að bregðast við fyrirséðri stöðu áður en allt var komið í óefni. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Mynd: Golli

Undir lok hirðisbréfs Agnesar M. Sigurðardóttur biskups segir: „Ég er þakklát Guði mínum og samferðafólki fyrir árin sem ég hef setið á biskupsstóli. Þau hafa verið lærdómsrík. Áskoranir hafa verið þó nokkrar og þakka ég samstarfsfólki mínu fyrir að ég hef getað staðið vaktina hvað sem á dynur. Ég er fyrsta konan sem gegnir embætti biskups Íslands. Ég hef fundið fyrir því að vera af því kyninu. Það eiga sumir einstaklingar enn erfitt með að leita til kvenkyns leiðtoga og jafnvel þurfa að lúta boðvaldi hans. Þeirri reynslu verður ekki lýst með orðum.“

Agnes er þögul, hugsi um stund, áður en hún fer að rifja upp hvernig hún hafi verið beitt órétti sem biskup. „Það hafa verið sagðar sögur um mig í fjölmiðlum sem eru bara hrein lygi, það var enginn fótur fyrir þeim, bara búnar til einhverjar lygasögur til að gera lítið úr mér.“

Þetta kemur fram í forsíðuviðtali við Agnesi í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. 

Kirkjuþings að bregðast við

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu í haust að skipunartími Agnesar sem biskup Íslands hafi runnið út 30. júní 2022. Eftir það gerði framkvæmdastjóri Biskupsstofu ráðningarsamning við Agnesi sem gildir til 31. október, sumsé rennur út eftir fimm mánuði. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar eru embættisverk Agnesar sem biskup að loknum skipunartímanum, eftir að gerður var við hana ráðningarsamningur, markleysa ein. Vísað er til þess að heimild til biskupskjörs hafi verið samþykkt af kirkjuþinginu í mars 2022 en engin kosning hins vegar farið fram. Agnes hefur sagt að hún líti svo á að kirkjuþing hafi átt að greiða úr málinu og eyða óvissu um stöðu hennar. Raunar hefur Agnes sagt að þetta snúist ekki um stöðu hennar sem persónu heldur stöðu biskups, og hún þurfi að vera skýr. Hún hefur íhugað að vísa málinu til dómstóla, sem er eina leiðin sem fær er eftir að úrskurðarnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn, sem er endanlegur og bindandi innan þjóðkirkjunnar.

Meðal embættisverka Agnesar eftir skipunartímann var að staðfesta ráðningu fjölda presta. En verkefnin voru líka annars konar. Agnes framlengdi leyfi séra Gunnars Sigurjónssonar sem hann var settur í frá embætti sóknarprests í Digranes- og Hjallaprestakalli í september 2022 vegna kynferðislegrar áreitni. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Agnes hefði ekki haft umboð til að framlengja leyfið hans.

Sex konur innan prestakallsins höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni en teymi þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar hafi orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilfellum. Ein þeirra, sem einnig var prestur, sagði það á sínum tíma sigur að teymið hafi staðfest upplifun kvennanna af áreitninni, og að yfirlýsing Agnesar í framhaldinu um að þjóðkirkjan standi með þolendum hafi sýnt hugrekki.

„Ég fékk það svar að það yrði fundið út úr þessu og að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa, þannig að ég hafði engar áhyggjur“

Hún bendir á að í fundargerð með viðbótarsamkomulaginu við ríkið frá árinu 2019 hafi komið fram að æviráðnir prestar haldi æviráðningunni, þeir sem hafi verið ráðnir til fimm ára fari á ráðningarsamning eftir árin fimm, og þeir sem koma nýir inn – prestar sem aðrir – fari beint á ráðningarsamning. „Þarna spurði ég forseta kirkjuþings hver væri staða biskupa sem hafi verið skipaðir af forseta,“ segir Agnes en hún var einmitt forsetaskipuð á sínum tíma.

„Ég fékk það svar að það yrði fundið út úr þessu og að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa, þannig að ég hafði engar áhyggjur. Tveimur dögum áður en skipunartíminn minn rann út, í júní 2022, fékk ég bréf frá forseta kirkjuþings um að mitt umboð sé að renna út en ég fái leyfi til að vera ár til viðbótar. Mér fannst þetta mjög skrýtið og velti fyrir mér hvort ég ætti að svara þessu bréfi eða hvað. Eftir að hafa óformlega ráðfært mig við lögmann ákvað ég að svara, forseti kirkjuþings segir síðan við mig að þau muni bara gera það sem best fyrir mig þannig að ég er ekkert að velta þessu meira fyrir mér. Þar til allt í einu lögmaður eins prestsins kemur og heldur því fram að ég hafi ekki haft umboð til að skrifa honum bréf,“ segir Agnes og þó hún kjósi að nefna prestinn ekki á nafn á hún þar við séra Gunnar Sigurjónsson. Hann hafi síðan farið með málið til úrskurðarnefndarinnar sem úrskurðar að Agnes hafi ekki haft umboð til að framlengja leyfið. „Þá loksins tekur kirkjuþingið við sér og fer að velta upp hvað þau eigi eiginlega að gera,“ segir hún, heldur ósátt.

Agnes tekur fram að ýmsir hafi sagt við hana, löglærðir sem ekki, að þeim finnist úrskurðurinn einkennilegur. Nýlegar breytingar innan þjóðkirkjunnar hafi síðan einnig falist í því að áfrýjunarnefnd hafi verið lögð niður, en áður hafi fólk getað áfrýjað þangað niðurstöðu úrskurðarnefndar ef það var ekki sátt við hana. „Nú er ekkert hægt að gera annað en að fara með þetta fyrir dómstóla,“ segir hún.

Vegferð gegn Agnesi og embættinu

Í huga Agnesar er skýrt hvar ábyrgðin liggur, þegar kemur að óvissu um embættisverk hennar. „Ég segi að þetta hafi verið kirkjuþinginu að kenna. Þau hefðu getað verið búin að fjalla um þetta áður en gerðu það ekki. Þegar sex ára kjörtímabil biskups var ákveðið var það rætt á kirkjuþingi. Einn þingfulltrúinn sagði að þetta ætti ekki við um ákveðnar persónur og leikendur því þetta gilti ekki um sitjandi biskupa heldur um framtíðina. Upptaka af þessu fannst, og þess vegna ítreka ég mikilvægi þess að umræður séu teknar upp á kirkjuþingi. Þessu mótmælti enginn þarna. Þannig að ég var alltaf í góðri trú um að þetta væri ekkert mál. Það er ekki fyrr en núna á síðasta kirkjuþingi sem kemur fram tillaga um að ég fái að vera biskup en ég megi ekki taka neinar stjórnsýslulegar ákvarðanir. Núna þegar kirkjan er ekki lengur undir ríkinu hvað það varðar þá snúa slíkar ákvarðanir aðallega að ráðningum, að ég kvitti ekki upp á ráðningar. En ég hef aldrei skrifað upp á ráðningarsamninga því það er í höndum mannauðsstjóra; vissulega fyrir hönd biskups, ég átta mig á því.“

„Þetta gerist vegna þess að ég er kona. Það er ein ástæðan. Þetta myndi aldrei hafa gerst ef ég væri karl, held ég“

Henni er mikið niðri fyrir og þetta hefur tekið sinn toll af fráfarandi biskup. Hún er ekki í efa um ástæðuna fyrir því að málið hefur farið í ótal hringi innan kirkjunnar, hvernig þetta allt saman gat gerst. „Þetta gerist vegna þess að ég er kona. Það er ein ástæðan. Þetta myndi aldrei hafa gerst ef ég væri karl, held ég. Önnur ástæðan er sú að sá sem kom fram með tillöguna á kirkjuþinginu núna er margbúinn að smætta mig, smætta orð mín og snúa út úr fyrir mér þannig að ég lít svo á að hann sé í einhverri vegferð til að gera sem minnst úr mér og úr biskupsembættinu.“ Agnes hikar ekki, spurð um hvernig tilfinning það sé að upplifa slíkt: „Ég var bara niðurlægð, af þinginu. Bæði ég sjálf og embættið. Þetta eru stór orð en þetta er mín tilfinning.“

Er erfitt að upplifa svona þegar þú ert að fara að kveðja?

„Já, það er það. Ég vil skila skömminni til kirkjuþings. Mér finnst þessi vinnubrögð fyrir neðan allar hellur. Svona má ekki eiga sér stað og ég vona að þetta gerist aldrei aftur.“ 


Umfjöllunin í heild sinni birtist í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Þar er rætt við Agnesi um áskoranir í lífi og störfum, sambandið við Guð, sýn hennar á samfélagið og erindi þjóðkirkjunnar.
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Miðað við alla mínusana sem ummælendur eru að fá hér fyrir sín ummæli.
    þá kemst maður ekki hjá þeirri vangavelltu að hér hafi sennilega agnes sjálf mínusað á ummælin og svo sigað sínum útsendurum hér á síðuna til að gera slígt hið sama.
    1
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      Og svo vil ég taka það fram að ég er heilshugar sammála Ingibjörgu Ottesen.
      1
    • Ingibjörg Ottesen skrifaði
      Þetta eru nú bara tveir mínusar, ég hef séð það verra. Það er trúa mín að margt gott komi út úr því að kenna börnum kristileg gildi, en það er óþarfi að skrúðklæða presta og preláta, má bara hafa það sem eitt fag í grunnskóla og nefna það trúarbragðasögu í stað Biblíusögur. Það er enginn trú rétthærri en önnur. En að kenna börnum góða siði og gullnu regluna, þá eru ágætis dæmisögur til úr öllum trúarbrögðum og dæmisögurnar vel til fallnar. Miskunsami Samherjinn, söguna um Fareseann og tollheimtumanninn, draum Faraós og ráðningu Jósefs. En, í Guðanna bænum hættum að ljúga að börnunum okkar og hættum að vera meðvirk með fals spámönnum sem telja sig niðurlægðam af því að lýðurinn bukkar sig ekki og beygir. Halelúja
      0
  • Gísli Ólafur Pétursson skrifaði
    Mér Kemur þetta ekki við þar sem ég er ekki í Kirkjunni - en kæmi ósk um nærveru mína væri mér sjálfsagt að vera sífellt viðverandi. Menn á þessum palli hefðu bara gott af slíkri ábót.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ì Guðanna bænum hættu þessu væli. Þú varst í mínum huga forréttindablindur embættismaður. Hefur ekkert að geta með þitt kyn.
    -1
  • Stefanía Valgeirsdóttir skrifaði
    Það væri fróðlegt að vita hve margir hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni í tíð frú Agnesar
    -2
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Aldrei kemst neinn að þeirri niðurstöðu hjá guðsmönnunum að viðkomandi eigi sjálfur sök á málum.... eins og aldarhilming kaþólskra presta á barnaníðingsskap sannar. Hvar er hin kinnin Agnes ? Eða eru allir fórnarlömb illra manna ?
    -3
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Framkoma hennar var niðurlæging. Kv.Siggi.
    -6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Upplifðu fallega stund áður en lögregla gekk til verka
5
Myndband

Upp­lifðu fal­lega stund áð­ur en lög­regla gekk til verka

Christa Hlín Lehmann, Daní­el Þór Bjarna­son og Lukka Sig­urð­ar­dótt­ir eru í hópi þeirra níu sem hafa lagt fram kæru á held­ur rík­inu vegna of­beld­is sem hóp­ur­inn tel­ur sig hafa orð­ið fyr­ir af hálfu lög­reglu á mót­mæl­um sem fram fóru 31. maí. Í við­tali við Heim­ild­ina lýsa þau upp­lif­un sinni á mót­mæl­un­um og hvað þau telja að hafi orð­ið til þess að þau leyst­ust upp í átök þar sem piparúða var með­al ann­ars beitt.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara niðurlægð“
3
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
5
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
8
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
7
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár