Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Landsbókasafn keypti ræstingar fyrir hundruð milljóna án útboðs

Dag­ar, fyr­ir­tæki föð­ur for­sæt­is­ráð­herra, þreif Þjóð­ar­bók­hlöð­una fyr­ir tugi millj­óna á ári án þess að far­ið væri í út­boð. Stjórn­end­um var ít­rek­að og yf­ir margra ára tíma­bil bent á að kaup á þjón­ustu yf­ir 15,5 millj­ón­um væru út­boðs­skyld.

Landsbókasafn keypti ræstingar fyrir hundruð milljóna án útboðs
Þjóðarbókhlaðan Sama fyrirtækið hefur séð um þrif á húsinu í nær þrjá áratugi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrirtækið Dagar, sem áður hét ISS Ísland og hefur lengi verið með yfirburðastöðu á íslenskum ræstingamarkaði, hefur fengið tugi milljóna króna greiðslur á ári fyrir að þrífa Þjóðarbókhlöðuna. Þrifin hafa verið á grundvelli samnings frá 2009 en ekki hefur verið gert útboð vegna þeirra í nær þrjá áratugi.

Útboð var síðast gert árið 1995 en opinber innkaup eru útboðsskyld þegar heildarvirði samnings fer yfir 15,5 milljónir króna. Það sem af er þessu ári hafa Dagar fengið tæpar 26 milljónir króna í greiðslur frá safninu og alls nær 270 milljónir frá því í maí 2019.

Heimildin hefur undir höndum tölvupóstsamskipti samkeppnisaðila við Landsbókasafnið og tvö ráðuneyti frá ársbyrjun 2019 þar sem stjórnendum er bent á að þjónustan sé útboðsskyld.

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður staðfestir að útboð hafi verið auglýst í maí og að samið verði við nýjan aðila um þrifin frá og með þessu sumri. Hún segir að útboð hafi tafist af ýmsum ástæðum.

„Við erum ekki ánægð með hversu lengi þetta dróst“

„Við vorum að skipta um fjármálastjóra og þess vegna hefur þetta dregist svolítið,“ segir hún. „Fólk var að hætta og nýir að koma inn og svo voru veikindi. En við erum ekki ánægð með hversu lengi þetta dróst.“

Ingibjörg staðfestir að samkeppnisaðili Daga hafi bent á að ræstingarnar væru útboðsskyldar í byrjun árs 2019 og að útboðsmál hafi þá verið í skoðun. „Við höfum ekki verið mikið í útboðum, við erum bara þannig stofnun,“ segir hún. „En við erum að taka okkur á og vildum fara í þetta og auðvitað þurfum við að gera þetta því að það er stundum niðurskurður eins og hjá öllum öðrum ríkisstofnunum.“

Ráðuneytið steig inn í málið

Markmið með lögum um opinber innkaup, þar sem viðmiðunarákvæði um fjárhæðir útboðsskyldra verka eru tilgreind, er „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem Landsbókasafnið heyrir undir, var bent á málið í ágúst 2021 en fyrirspurninni var ekki svarað.

„Ráðuneytið mun fylgjast með framgangi málsins hjá stofnuninni“

Fjármála- og efnahagsráðuneytið steig inn í málið í byrjun árs 2023 eftir að ráðuneytinu barst fyrirspurn. „Ráðuneytið hefur tekið málið til skoðunar og eftir mat á svörum Landsbókasafns er það mat ráðuneytisins að tímabært sé að bjóða þjónustuna út að nýju en samningar við núverandi samningsaðila hafa verið gerðir á grundvelli eldra útboðs frá 1995,“ sagði í svarinu frá febrúar 2023. „Landsbókasafnið hefur veitt þær upplýsingar að unnið sé að undirbúningi útboðs skv. lögum um opinber innkaup og að verkefnið verði auglýst á næstu mánuðum. Ráðuneytið mun fylgjast með framgangi málsins hjá stofnuninni.“

Útboðið fór hins vegar ekki af stað í rúmt ár eftir inngrip ráðuneytisins en það var loks auglýst í maí 2024, skilafrestur rann út í júní og gengið er nú frá samningum við það fyrirtæki sem lægst bauð að sögn Ingibjargar.

Fjölskylda forsætisráðherra eigendur

Dagar var upphaflega stofnað sem Ræstingamiðstöðin árið 1980 en var keypt af alþjóðlega fyrirtækinu ISS árið 2000. Árið 2017 keyptu svo stjórnendur fyrirtækisins öllhlutabréf í því og breyttu nafni þess ári síðar í Dagar. Um 750 manns starfa hjá fyrirtækinu um land allt.

Einar Sveinsson og Benedikt SveinssonFaðir og föðurbróðir forsætisráðherra eiga meirihluta í Dögum.

Stærstu eigendur Daga eru Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem kenndir eru við Engeyjarættina. Benedikt Einarsson, sonur Einars, er stjórnarformaður. Félagið hagnaðist um 405 milljónir króna á rekstri sínum í fyrra en ekki var greiddur arður til eigenda frekar en undanfarin ár. Arðgreiðslur á árunum 2016 til 2018 námu hins vegar hátt á annan milljarð króna og runnu til fyrri eigenda fyrirtækisins.

Forsætisráðherra í stjórn fyrir mistök

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og sonur Benedikts Sveinssonar, var skráður í stjórn félagsins í ársreikningi þess árið 2016. Guðmundur Guðmundsson, þáverandi framkvæmdastjóri og frændi Bjarna, sagði Bjarna aldrei hafa komið nálægt rekstrinum og að skráningin hafi verið mistök.

Fyrirtækið hefur á undanförnum árum landað stórum samningum við hið opinbera, meðal annars í ráðuneytum, og boðið allt að 70 prósentum lægra verð en aðrir þátttakendur.

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EH
    einar hjörleifsson skrifaði
    skv. opnum reikningum er ISS með þetta frá ríkinu:
    2019 905
    2020 1123
    2021 1097
    2022 1207
    2023 2089
    2
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Allir að mjólka kúnna.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár