Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leita réttar síns fyrir næstu kynslóðir mótmælenda

Níu ein­stak­ling­ar sem all­ir voru við­stadd­ir mót­mæli Fé­lags Ís­land-Palestínu sem hald­in voru fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund við Skugga­sund þann 31. maí höfða mál gegn rík­inu vegna of­beld­is af hálfu lög­reglu. Á mót­mæl­un­um beitti lög­regla lík­am­legu valdi og piparúða til þess að kveða nið­ur mót­mæl­in og greiða för ráð­herra­bíls. Níu­menn­ing­arn­ir telja lög­reglu hafa brot­ið á tján­ing­ar- og funda­frelsi sínu.

Leita réttar síns fyrir næstu kynslóðir mótmælenda
Sex af níu mótmælendum Þrír af þeim níu sem koma að málsókninni komust ekki í myndatöku vegna annríkis. Hópurinn höfðar málið til að næstu kynslóðir mótmælenda þurfi ekki búa við ofbeldi af lögreglu. Mynd: Golli

Hópur fólks sem tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestína fyrir utan ríkisstjórnarfund við Skuggasund þann 31. maí hefur höfðað mál gegn ríkinu vegna framgöngu og vinnubragða lögreglu á mótmælunum. Málið var þingfest fyrir Héraðdóm Reykjavíkur í gær.

Hópurinn, samtals níu einstaklingar, segja lögreglu hafa beitt sig ólögmætu ofbeldi þegar lögregla ákvað að beita piparúða og líkamlegu afli til þess að tvístra mótmælendum og greiða för bíls sem sendur var til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundinum. Að þeirra mati hafi lögreglan, með aðgerðum sínum, brotið á tjáningarfrelsi og fundafrelsi sem getið eru um í stjórnarskrá. 

Talsmenn hópsins segja að mótmælin hafi upphaflega farið friðsamlega fram og enginn í hópi þeirra hafi hegðað sér með þeim hætti að það hafi verðskuldað slík viðbrögð af hálfu lögreglu. Þvert á móti hafi lögreglan snemma slegið þann ofbeldisfulla tón sem átti eftir að verða allsráðandi þegar leið á mótmælin. 

„Þessi þartilgerðu grindverk ollu …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár