Leita réttar síns fyrir næstu kynslóðir mótmælenda

Níu ein­stak­ling­ar sem all­ir voru við­stadd­ir mót­mæli Fé­lags Ís­land-Palestínu sem hald­in voru fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund við Skugga­sund þann 31. maí höfða mál gegn rík­inu vegna of­beld­is af hálfu lög­reglu. Á mót­mæl­un­um beitti lög­regla lík­am­legu valdi og piparúða til þess að kveða nið­ur mót­mæl­in og greiða för ráð­herra­bíls. Níu­menn­ing­arn­ir telja lög­reglu hafa brot­ið á tján­ing­ar- og funda­frelsi sínu.

Leita réttar síns fyrir næstu kynslóðir mótmælenda
Sex af níu mótmælendum Þrír af þeim níu sem koma að málsókninni komust ekki í myndatöku vegna annríkis. Hópurinn höfðar málið til að næstu kynslóðir mótmælenda þurfi ekki búa við ofbeldi af lögreglu. Mynd: Golli

Hópur fólks sem tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestína fyrir utan ríkisstjórnarfund við Skuggasund þann 31. maí hefur höfðað mál gegn ríkinu vegna framgöngu og vinnubragða lögreglu á mótmælunum. Málið var þingfest fyrir Héraðdóm Reykjavíkur í gær.

Hópurinn, samtals níu einstaklingar, segja lögreglu hafa beitt sig ólögmætu ofbeldi þegar lögregla ákvað að beita piparúða og líkamlegu afli til þess að tvístra mótmælendum og greiða för bíls sem sendur var til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundinum. Að þeirra mati hafi lögreglan, með aðgerðum sínum, brotið á tjáningarfrelsi og fundafrelsi sem getið eru um í stjórnarskrá. 

Talsmenn hópsins segja að mótmælin hafi upphaflega farið friðsamlega fram og enginn í hópi þeirra hafi hegðað sér með þeim hætti að það hafi verðskuldað slík viðbrögð af hálfu lögreglu. Þvert á móti hafi lögreglan snemma slegið þann ofbeldisfulla tón sem átti eftir að verða allsráðandi þegar leið á mótmælin. 

„Þessi þartilgerðu grindverk ollu …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár