Hópur fólks sem tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestína fyrir utan ríkisstjórnarfund við Skuggasund þann 31. maí hefur höfðað mál gegn ríkinu vegna framgöngu og vinnubragða lögreglu á mótmælunum. Málið var þingfest fyrir Héraðdóm Reykjavíkur í gær.
Hópurinn, samtals níu einstaklingar, segja lögreglu hafa beitt sig ólögmætu ofbeldi þegar lögregla ákvað að beita piparúða og líkamlegu afli til þess að tvístra mótmælendum og greiða för bíls sem sendur var til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundinum. Að þeirra mati hafi lögreglan, með aðgerðum sínum, brotið á tjáningarfrelsi og fundafrelsi sem getið eru um í stjórnarskrá.
Talsmenn hópsins segja að mótmælin hafi upphaflega farið friðsamlega fram og enginn í hópi þeirra hafi hegðað sér með þeim hætti að það hafi verðskuldað slík viðbrögð af hálfu lögreglu. Þvert á móti hafi lögreglan snemma slegið þann ofbeldisfulla tón sem átti eftir að verða allsráðandi þegar leið á mótmælin.
„Þessi þartilgerðu grindverk ollu …
Athugasemdir