Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Afar ómannúðlegt að senda Yazan út í algjöra óvissu

Þrjú fag­fé­lög saka stjórn­völd um al­var­leg brot á mann­rétt­ind­um Yaz­ans Aburajab Tamim­is, 11 ára gam­als palestínsks drengs með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, sem vísa á úr landi í byrj­un júlí.

Afar ómannúðlegt að senda Yazan út í algjöra óvissu
Fjölskylda Yazan með mömmu og pabba, Mohsen og Ferial. Eina sem foreldrana dreymir um er gott líf fyrir Yazan. Á Íslandi hafa þau séð að slíkt líf er mögulegt, eftir árs vera hér á landi. Mynd: Golli

Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands biðla til íslenskra stjórnvalda að stöðva fyrirhugaða brottvísun hins ellefu ára gamla Yazans Aburajab Tamimis og fjölskyldu hans. 

Kærunefnd útlendingamála hafnaði beiðni fjölskyldunnar um endurupptöku hælisumsóknar þeirra síðastliðinn föstudag og því vofir brottvísun til Spánar, hvar fjölskyldan er ekki með hæli, yfir í byrjun júlí. Þau komu hingað í leit að hæli í fyrra. Yazan, sem er frá Palestínu, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og hafa læknar vottað fyrir það að hann muni hljóta skaða af ef hann fær ekki viðeigandi læknismeðferð.

„Að senda fatlað barn með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm úr landi þar sem ekki er tryggð viðeigandi meðferð og heilbrigðisþjónusta er alvarlegt brot á mannréttindum þess,“ segir í yfirlýsingu fagfélaganna þriggja sem sem taka undir yfirlýsingu Landssamtakanna Þroskahjálpar þar sem skorað er á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um að senda Yazan og fjölskyldu hans úr landi. 

Fagfélögin segja það nauðsynlegt að skoða ítarlega stöðu Yazans og fjölskyldu hans og taka tillit til fötlunar drengsins og þeirrar staðreyndar að vegna sjúkdómsins þarf hann tryggar aðstæður og stöðuga og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. „Að senda Yazan úr landi og í algjöra óvissu er afar ómannúðlegt og brýtur í bága við þau réttindi og vernd sem fötluð börn eiga að njóta,“ segir í yfirlýsingunni þar sem er vísað í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samning Sameinuðu þjóðanna um fatlað fólk og því beint til stjórnvalda að virða hvoru tveggja. „Ljóst er að það var ekki gert við þessa ákvörðun.“

Hópur fólks hefur mótmælt ákvörðun stjórnvalda að vísa Yazans og fjölskyldu hans úr landi, nú síðast á sunnudag þegar hópur fólks safnaðist saman á Austurvelli. Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, vinkona fjölskyldunnar, er ein af þeim sem stóð að mótmælunum. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ 

Íris Björk Indriðadóttir er ein þeirra sem hefur vakið athygli á máli Yazans. Hún hefur starfað með fötluðu fólki undanfarinn áratug og fann sig knúna til að benda á ýmsar rangfærslur í athugasemdum á samfélagsmiðlum. „Viljum við sem samfélag vera ábyrg fyrir því að stytta líf barns sem er nú þegar verulega stytt?“ spyr Íris Björk. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár