Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Joðtöflur, dósakavíar, rafhlöður, kerti og peningaseðlar

Kannski virð­ist ekki aug­ljóst hvað það sem nefnt er í fyr­ir­sögn­inni á sam­eig­in­legt. En eft­ir að varn­ar­mála­ráð­herr­ann nefndi þetta og fleira í ávarpi sem hann flutti fyr­ir skömmu skilja all­ir Dan­ir sam­heng­ið.

Þegar sænsku almannavarnirnar (MSB) létu, árið 2018, útbúa og dreifa til allra heimila landsins bæklingnum „Om krisen eller krigen kommer“ brostu margir Danir út í annað, alltaf væri nú sænska fyrirhyggjan söm við sig. Þetta var rúmu ári áður en kórónuveiran braust út og fjórum árum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Í þessum sænska bæklingi, sem prentaður var í tæpum fimm milljónum eintaka, var umfjöllun um varnar- og öryggismál fyrirferðarmest og hvernig almenningur skuli bregðast við ef neyðarástand skapast, röskun á daglegu lífi eins og það var orðað. Eiga geymsluþolnar matvörur, dósamat og þurrmat, vatnsbirgðir til viku, vasaljós, rafhlöður, og rafhlöðuknúin útvarpstæki. Viðbrögð Svía voru misjöfn.

Innrás Rússa í Úkraínu og NATO-aðild Svía

Síðan áðurnefndur bæklingur kom út í Svíþjóð árið 2018 hefur margt breyst. Innrás Rússa í Úkraínu skaut mörgum Svíum skelk í bringu, margir drógu fram bæklinginn og sala á mörgu því sem þar var nefnt jókst.                              

Sem kunnugt er höfðu Svíar allt frá stofnun NATO árið 1949 kosið að standa utan bandalagsins, vildu vera hlutlausir. Afstaða Svía breyttist 24. febrúar 2022 þegar Pútín sendi herlið sitt inn í Úkraínu. Í kjölfar innrásarinnar sóttu Svíar og Finnar um inngöngu í bandalagið og eru nú fullgildar aðildarþjóðir.

7. mars síðastliðinn gaf sænska ríkisstjórnin almannavörnunum skipun um að bæklingurinn frá árinu 2018 skuli uppfærður og endurútgefinn. Þessa dagana er vinna við nýja bæklinginn í fullum gangi, ríkisstjórnin fór fram á að hægt yrði að dreifa bæklingnum í haust, en óvíst er að það náist.

Danir hrukku við

Þótt margir Danir hafi látið sér fátt um finnast árið 2018 þegar greint var frá sænska viðbúnaðarbæklingnum brá þeim illilega í brún í maí í fyrra. Þá gerðu tölvuþrjótar tilraun til að brjótast inn í stjórnkerfi nokkurra stórra orkudreifingarfyrirtækja í Danmörku. Hefði það tekist, sem lá nærri, hefðu hundruð þúsunda Dana orðið án rafmagns og vatns. Rasmus Dahlberg, lektor við danska herskólann, sagði í viðtali að þótt Danir hafi sloppið fyrir horn í þetta sinn mætti búast við fleiri tilraunum tölvuþrjóta og nauðsynlegt að vera vakandi og dotta ekki á verðinum, eins og hann komst að orði.

Aukinn þungi í umræðuna

Að undanförnu hefur færst aukinn þungi í umræðuna um hernaðarviðbúnað og varnarmál í mörgum Evrópulöndum, þar á meðal í Danmörku. Folk og Sikkerhed, félag áhugafólks um öryggismál og almannaheill, gaf fyrir nokkru út bæklinginn „Hvad nu hvis?“ sem er hliðstæður sænska bæklingnum sem dreift var til félagsmanna sem eru rúmlega 70 þúsund.

Talsmaður félagsins sagði að mikið hefði fjölgað í samtökunum að undanförnu og greinilegt að Danir láti ekki lengur varnaðarorð sem vind um eyru þjóta. Aukin aðsókn er sömuleiðis að stuttum námskeiðum sem haldin eru undir yfirskriftinni „Sjálfbjarga í þrjá sólarhringa“. Opinber umræða, hliðstæð þeirri sem fram hefur farið í Svíþjóð og Noregi, hefur verið lítil sem engin í Danmörku þangað til fyrir skemmstu.

Þriggja sólarhringa birgðir

Laugardaginn 15. júní sl. sendu dönsku almannavarnirnar, Beredskabsstyrelsen, frá sér leiðbeiningar  til almennings um hjemmeberedskab eins og það var orðað. Í leiðbeiningunum er mælt með að á hverju heimili sé til eftirfarandi sem eigi að duga í að minnsta kosti 3 sólarhringa:

  • 9 lítrar af vatni á hvern heimilismann (3 lítrar á sólarhring).
  • Matur, sem ekki þarf að elda eða hita og þarf ekki að vera í kæli eða frysti.
  • Nægilegt magn lyfja sem heimilisfólk þarf á að halda.
  • Sjúkrakassi.
  • Joðtöflur fyrir heimilisfólk yngra en 40 ára.
  • Hreinlætisvörur, blautservíettur, salernispappír o.s.frv.
  • Rafhlöður og ferðahleðslur (batteribank).
  • Útvarpstæki sem ganga fyrir rafhlöðum og eru með FM-bylgju.
  • Aukarafhlöður.
  • Kerti og eða vasaljós.
  • Reiðufé og greiðslukort (ekki bara í símanum).
  • Matur handa gæludýrum ef þau eru á heimilinu.

Kannski hefðu margir Danir ekki tekið þessi tilmæli alvarlega nema vegna þess að Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra og formaður Venstre flokksins, gerði þetta að umræðuefni á fréttamannafundi á Borgundarhólmi þennan sama dag. Þá stóð þar yfir hið árlega Folkemøde, sem kannski mætti kalla fund fólksins. Á þessari þriggja daga samkundu er rætt vítt og breitt um stjórnmál, stjórnmálamenn sitja fyrir svörum og flytja ræður. Stundum boða ráðherrar til sérstakra fréttamannafunda vegna mikilvægra mála.

„Nú var það ekki nautasteik og purusteik sem var aðalmálið og fyllti innkaupakörfuna“

Það var á slíkum fundi sem Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra ræddi um „neyðarbirgðirnar“. Fundinum var sjónvarpað og sagt frá í fréttum. Ráðherrann taldi upp þau atriði sem nefnd voru hér að framan og lagði áherslu á nauðsyn þess að Danir væru við öllu búnir þótt vonandi reyndi aldrei neitt á „neyðarbirgðirnar“. Og nú lögðu Danir við hlustir og brugðust við, streyma í búðirnar. Og nú var það ekki nautasteik og purusteik sem var aðalmálið og fyllti innkaupakörfuna.

BirgðirTroels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre flokksins, vill að Danir komi sér upp neyðarbirgðum en vonar að ekki komi til þess að þurfi að nota þær.

Áhlaup á dósamatinn

Varla hafði varnarmálaráðherrann lokið ræðu sinni þegar starfsfólk í matvöruverslunum veitti athygli óvenju mikilli umferð um dósavörudeildirnar. Í viðtali síðdegis á sunnudeginum, daginn eftir ræðu ráðherrans, hafði sala á dósamat í verslunum Salling-fyrirtækisins (Bilka, Føtex, Netto og fleiri búðum) aukist um meira en 300 prósent frá því venjulega gerðist á sömu dögum. Hjá Coop fyrirtækinu var sama sagan, og hjá raftækjaversluninni Elgiganten kláruðust birgðir af FM-rafhlöðuútvörpum strax á laugardeginum. Talsmaður Salling-fyrirtækisins sagði að þótt salan væri margfalt meiri en venjulega þyrfti ekki að óttast vöruskort, nóg væri til.

150 þúsund pakkar af joðtöflum pantaðir með hraði

Það sem hvað mesta athygli vakti í ráðleggingum almannavarna, og ráðherrann endurtók, var að mælt væri með að joðtöflur væru hluti neyðarbirgðanna. Joðtöflubirgðirnar kláruðust á augabragði í apótekum enda sala á þeim að jafnaði lítil og þess vegna ekki legið með stóran lager.

Fyrirtækið Nomeco, sem kaupir inn og dreifir lyfjum til apótekanna, brást skjótt við og pantaði strax 150 þúsund pakkningar sem eiga, þegar þetta er skrifað, að vera komnar til Danmerkur og í apótekin. Stærri sending  er væntanleg með haustinu. Talsmaður danska landlæknisembættisins (Sundhedsstyrelsen) sagði ástæðulaust að rjúka til en kaupa þær næst þegar þyrfti að gera sér ferð í apótekið.

Hann vakti líka athygli á að ef til þess kæmi að grípa þyrfti til joðtaflna væru það eingöngu töflur sem seldar eru í apótekum sem gögnuðust (medicinsk jodtablet), joðtöflur sem fást í heilsuvörubúðum duga ekki. Joð getur sem kunnugt er unnið gegn áhrifum geislavirkni. Mörg Evrópulönd nota kjarnorku til raforkuframleiðslu og yfirvöld í þeim löndum, sumum þeirra að minnsta kosti, mæla með að íbúar í nágrenni slíkra orkuvera eigi joðtöflur í lyfjaskápnum.   

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HÞÞ
    Hjalti Þór Þórsson skrifaði
    Bæklingurinn, fyrir áhugasama. Neðst á síðunni er hægt að sækja hann á ýmsum tungumálum:
    https://www.msb.se/sv/rad-till-privatpersoner/broschyren-om-krisen-eller-kriget-kommer/
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár