Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
Lítil kaupmáttaraukning Vaxtagjöld sem heimili landsins greiða jukust um rúmlega 22 prósent á þessum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Vega þau útgjöld, ásamt þrálátri verðbólgu, að miklu leyti upp á móti aukningu á tekjum heimilanna. Mynd: Golli

Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 0,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem að ráðstöfunartekjur á mann mælast jákvæðar, síðan á fyrsta ársfjórðungi 2023. Á þeim fjórðungi jukust ráðstöfunartekjurnar um 0,7 prósent. Þetta kemur fram í nýlegri tilkynningu Hagstofu Íslands

Í tilkynningunni segir að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið um 1,4 milljónum króna á fyrstu þrem mánuðum ársins og jukust því um 6,8 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hins vegar, hækkaði vísitala neysluverðs um 6,7 prósent á sama tímabili. Sé sú þróun tekin með í reikninginn áætlar Hagstofa að kaupmátturinn hafi aðeins aukist um 0,1 prósent á tímabilinu. 

Heildartekjur heimilanna jukust um 7,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi og dugði rétt svo til við að snúa við þeim langvarandi samdrætti í kaupmætti sem mælst hefur undanfarin ár. 

Að undanskildum fyrsta ársfjórðungi 2023 var kaupmáttarbreyting ráðstöfunartekna á …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár