Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 0,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem að ráðstöfunartekjur á mann mælast jákvæðar, síðan á fyrsta ársfjórðungi 2023. Á þeim fjórðungi jukust ráðstöfunartekjurnar um 0,7 prósent. Þetta kemur fram í nýlegri tilkynningu Hagstofu Íslands.
Í tilkynningunni segir að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið um 1,4 milljónum króna á fyrstu þrem mánuðum ársins og jukust því um 6,8 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hins vegar, hækkaði vísitala neysluverðs um 6,7 prósent á sama tímabili. Sé sú þróun tekin með í reikninginn áætlar Hagstofa að kaupmátturinn hafi aðeins aukist um 0,1 prósent á tímabilinu.
Heildartekjur heimilanna jukust um 7,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi og dugði rétt svo til við að snúa við þeim langvarandi samdrætti í kaupmætti sem mælst hefur undanfarin ár.
Að undanskildum fyrsta ársfjórðungi 2023 var kaupmáttarbreyting ráðstöfunartekna á …
Athugasemdir