Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Betra að gera mistök en að gera ekki neitt

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, seg­ir ekki rétt að skil­greina að­gerð­ir Runn­ing Tide sem varp í haf­ið og tel­ur nauð­syn­legt að fyr­ir­tæki á sviði lofts­lags­mála hafi svig­rúm til þess að fikra sig áfram og gera mis­tök við ný­sköp­un í föng­un kol­efn­is hér á landi.

Betra að gera mistök en að gera ekki neitt
Ráðherra krafinn svara um Running Tide Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að sérfræðingar og vísindamenn deili innbyrðis um ýmis kolefnisföngunarverkefni þurfi stjórnvöld að skapa fyrirtækjum sem vinna að nýsköpun í kolefnisföngun vítt svigrúm til þess að athafna sig hér á landi. Mynd: Golli

Guðlaugur Þór Þórðarson segir ekki rétt að skilgreina tilraunir Running Tide hér á landi sem kast út í hafið og telur að fyrirtæki á sviði kolefnisföngunar eigi að fái vítt svigrúm til þess að prófa sig áfram og gera mistök við þróun á lausnum til þess að fanga kolefni úr andrúmsloftinu. Hann telur landsmenn hafa góða reynslu af því að feta ótroðnar slóðir í loftslagsmálum. 

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag var ráðherra spurður út í ummæli sín um nýsköpunarfyrirtækið Running Tide. Guðlaugur Þór hafði áður sagt fyrirtækið standa að stærsta kolefnisföngunarverkefni í heimi hér landi.

Eins og Heimildin greindi frá í ítarlegri rannsókn í síðasta tölublaði, hafði Running Tide áætlanir uppi um að sökkva allt að 50 þúsund tonnum á ári af kalksteinsblönduðu trjákurli, eftir að hafa fengið til þess leyfi íslenskra stjórnvalda. Fyrirtækið hafði þegar fleytt tæplega 20 þúsund tonnum í hafið undan Íslandi, í fyrrasumar.

Drónar í baujum á stærð við körfubolta, samsettir úr trjákurli og sementi, húðaðir með kalksteini og alsettir grænþörungum áttu að farga kolefni og fanga enn meira af því. Auk þess áttu þeir líka að jafna út sýrustig sjávar, samkvæmt Running Tide. Framkvæmdin var allt önnur og vísindin að baki verulega vafasöm, að mati fjölda vísindamanna.

Gísli Rafn Gíslason, þingmaður Pírata krafði Guðlaug Þór svara um það hvers vegna hann, ásamt öðrum ráðherrum í ríkisstjórn, hafi ekki hlustað á umsagnir sem bárust frá undirstofnunum ráðuneytisins sem lýstu efasemdum um áform Running Tide um að fleygja mörg þúsund tonnum af viðarkurli í hafið við Ísland.

Bæði Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun höfðu komið slíkri gagnrýni á framfæri í úttektum á rannsóknarverkefni Running Tide. 

Af hverju hlustaði ráðherra ekki á eigin sérfræðinga?

Í ræðu sinni fór Gísli Rafn yfir sögu fyrirtækisins hér á landi, sem lagði nýverið niður starfsemi sína og sagði upp öllu starfsfólki á Íslandi, og aðkomu ráðherra að því að veita félaginu tilskilinn leyfi og opinberan stuðning. 

Í máli sínu vitnaði Gísli Rafn í ítarlega umfjöllun Heimildarinnar um starfsemi Running Tide hér á landi. Sýndi sú umfjöllun meðal annars fram á að fyrirtækið hafi tekist að verða sér út um leyfi frá stjórnvöldum til þess að sökkva allt að 50 þúsund tonnum af kalksteinablönduðu trjákurli í sjóinn á ári, án eftirlits.

Upphaflega stóð til að sökkva sérhönnuðum baujum sem áttu að stuðla vexti þörunga á hafsbotni. Sú útfærsla tók miklum breytingum í aðdraganda aðgerðanna sem margir vísindamenn og sérfræðingar hafa gagnrýnt harðlega. 

„Í morgun birti Heimildin viðtal við hæstvirtan umhverfis-, loftslags og orkumálaráðherra þar sem hann svaraði því á hverju fullyrðingar hans stórfenglegar umhverfisárangur verkefnisins væru byggðar, með leyfi forseta: „Ég fékk þær bara frá forsvarsmönnum fyrirtækisins.“ Er það almennt verklag hjá hæstvirtum ráðherra að treysta frekar á uppblásna söluræðu frá fyrirtækjum heldur en niðurstöðum eigin undirstofnana?“ spurði Gísli Rafn. 

Segir þingmann fara frjálslega með staðreyndir

Í svari sínu sagði Guðlaugur Þór þingmann Pírata fara frjálslega með staðreyndir málsins og hann ætti að vita betur. 

„Það er bara mjög mikilvægt að við höfum gott reglugerðarumhverfi um okkar atvinnustarfsemi og af því að háttvirtur þingmaður, þó að það sé erfitt að fara í gegnum þetta og ég vona að við fáum betra tækifæri til að ræða þetta við hann hér í þingsal, er að vísa hér til um hvað málið snerist upphaflega, þá snerist það um lagabálk sem heitir Verndun hafs og stranda,“ sagði Guðlaugur Þór og benti á að hann þekkti málaflokkinn vel, enda hafi hann setið í umhverfisnefnd þingsins þegar málið var gert að lögum á sínum tíma.

Sagði Guðlaugur að lögin hafi komið í veg fyrir þann ósið, sem hafi verið algengur á árum áður, að varpa rusli á borð við bílhræ í hafið.

„Það hafi ekkert að gera með þá starfsemi sem hér er um að ræða og það er í stefnuskjali ríkisstjórnarinnar að við leggjum á það áherslu að hér geti starfað fyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki á sviði loftslagsmála. Ef háttvirtur þingmaður vill fara yfir það þá ætti hann að fara yfir Vaxa og Carbfix og ýmislegt annað sem er nú að gera hluti sem hljóma mjög nýstárlega af því þeir eru nýstárlegir. En ef menn ætla ekki að fikra sig áfram í nýsköpun í föngun, í loftslagsmálum, þá er það verkefni, sem í það minnsta ég hélt að háttvirtur þingmaður hugsaði mikið um loftslagsmálin, erfitt ef ekki vonlaust.“

Íslendingar hafi góða reynslu af því að fara eigin leiðir

Gísli Rafn steig því næst í pontu og sagði ráðherra ekki hafa svarað fyrirspurn sinni, eins og hann hafi tilhneigingu til.

„Ég vil því árétta, í fyrsta lagi er þetta almennt verklag hjá hæstvirtum ráðherra að treysta frekar á uppblásna söluræðu frá fyrirtækjum heldur en niðurstöðum eigin stofnanna?“ spurði Gísli Rafn og bætti við:

„Fyrst að ráðherra nefnir önnur fyrirtæki sem eru í kolefnisföngun, telur ráðherra að þetta mál geti skaðað orðspor Íslands, hæstvirts ráðherra og annarra kolefnisföngunarverkefna á Íslandi.“

Sagði Guðlaugur Þór þingmann vera biðja sig um að bera saman epli og appelsínur og svara hlutum sem tengjast ekki. Þá spurði ráðherra Gísla Rafn hvað hann teldi vera stærsta kolefnisföngunarverkefnið sem væri í gangi hér landi í dag. 

„Háttvirtur þingmaður ætti að þekkja. Það er skógrækt og landgræðsla. Nú er það þannig, virðulegi forseti, af því að menn eru hér að tala um að sérfræðingar og vísindamenn séu ekki sammála um það. Það hafi komið fram ásakanir um það í virtum fræðiritum að við séum ekki að fanga með skógrækt og umræðan, af því að háttvirtur þingmaður spyr hvort þetta hafi skaðleg áhrif, umræðan um þessa tækni, gamla og nýja og henni er ekki lokið. Og henni mun ekki ljúka, vonandi ekki.“

Þá bætti Guðlaugur Þór við að þó svo að sérfræðingar og vísindamenn væru ekki sammála um ýmis atriði sem varða kolefnisföngun sé ekki ásættanlegt að sitja auðum höndum og gera ekkert á meðan komist er að sameiginlegri niðurstöðu.

„En ef við ætlum ekki að gera neitt bara vegna þess að það væri hugsanlega hægt að gera einhver mistök, að þá er það held ég ákvörðun sem er ekki góð,“ sagði Guðlaugur Þór og bætti við að Íslendingar hafi góða reynslu af því að fara sínar eigin leiðir í ýmsum málum. Þar á meðal loftslagsmálum.

„Reyndar höfum við Íslendingar góða reynslu af því á sviði loftslagsmála, þó við kölluðum það ekki loftslagsmál þá, að fara leiðir sem aðrir fóru ekki. Get ég til dæmis vísað til hitaveituvæðingarinnar.“

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    "betra er illt að gera en ekkert" sagði kerlingin, Guðlaugur Þór í þessu tilfelli
    2
  • EM
    Elís Másson skrifaði
    ... sbr. sjókvíaeldið.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna er ekki borin upp vantraust á ráðherra Sjálfstæðisflokksins vegna þessa ?
    4
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    Guðlaugur Þór er enn í ræðukeppni Morfís, svarar aldrei spurningum og kemur alltaf eða yfirleitt með "svarið": "eins og löndin sem við berum okkur saman við"! Í öðrum löndum yrði ráðherra að axla ábyrgð og segja af sér fyrir svona gjörning!
    7
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Ráðherra er efins um að, það að kasta 19.000 tonnum af trjárusli í hafið sé "varp í hafið" . En engu að síður góð tilraun hjá honum til að varpa frá sér ábyrgð.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Running Tide

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár