Stjórnir læknafélaga Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands sendu nýverið frá sér sameiginlega ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnir og þingmenn allra norræna ríkja til þess að beita sér fyrir því að alþjóðalögum verði framfylgt á átakasvæðinu, án allra undantekninga. Áríðandi sé stöðva frekara mannfall og limlestingar á meðal óbreyttra borgara í Gaza og heilbrigðisstarfsfólks sem þar starfar.
Norrænu læknafélögin kalla eftir tafarlausu vopnahléi og frelsun á öllum gíslum. Þá segir einnig í ályktuninni að nauðsynlegt sé að tryggja reglulega flutninga á nauðþurftum til að koma í veg fyrir frekari þjáningar og dauðsföll af völdum vatnsskorts, hungurs eða skjólleysis á meðal óbreyttra borgara.
Auk þess þurfi að ráðast tafarlaust í aðgerðir til þess að endurreisa heilbrigðiskerfið á svæðinu. Loks ítreka norrænu læknafélögin kröfur Alþjóðafélags lækna um að standa þurfi vörð um heilbrigðisþjónustu á Gasa.
Athugasemdir (1)