Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Norrænu læknafélögin kalla eftir vopnahléi á Gaza

Stjórn­ir nor­rænu lækna­fé­lag­anna senda frá sér álykt­un þar sem stjórn­völd eru hvött til að beita sér fyr­ir því að far­ið sé eft­ir al­þjóða­lög­um í Gaza. Lækna­fé­lög­in kalla eft­ir taf­ar­lausu vopna­hlé og frels­un gísla. Mynd­ir með frétt­inni eru ekki fyr­ir við­kvæma.

Norrænu læknafélögin kalla eftir vopnahléi á Gaza
Íbúar líða skort Læknafélögin ítreka kröfur um að tryggja aðgengi að nauðsynjum, en víða eru íbúar illa haldnir. Mynd: AFP

Stjórnir læknafélaga Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands sendu nýverið frá sér sameiginlega ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnir og þingmenn allra norræna ríkja til þess að beita sér fyrir því að alþjóðalögum verði framfylgt á átakasvæðinu, án allra undantekninga. Áríðandi sé stöðva frekara mannfall og limlestingar á meðal óbreyttra borgara í Gaza og heilbrigðisstarfsfólks sem þar starfar. 

Norrænu læknafélögin kalla eftir tafarlausu vopnahléi og frelsun á öllum gíslum. Þá segir einnig í ályktuninni að nauðsynlegt sé að tryggja reglulega flutninga á nauðþurftum til að koma í veg fyrir frekari þjáningar og dauðsföll af völdum vatnsskorts, hungurs eða skjólleysis á meðal óbreyttra borgara.

Auk þess þurfi að ráðast tafarlaust í aðgerðir til þess að endurreisa heilbrigðiskerfið á svæðinu. Loks ítreka norrænu læknafélögin kröfur Alþjóðafélags lækna um að standa þurfi vörð um heilbrigðisþjónustu á Gasa.

Nauðsynjar af skornum skammtiHjálpargögnum og helstu nauðsynjum hefur verið haldið frá óbreyttum borgurum og börn hafa látist af völdum næringarskorts.
SkelfingarástandLæknafélögin segja áríðandi að stöðva frekari dauðsföll og limlestingar. Myndin var tekin á Gaza fyrr í vikunni.
Heilbrigðiskerfi í molumÍ ályktuninni ítreka læknafélögin kröfu Alþjóðafélags lækna um nauðsyn þess að endurreisa heilbrigðiskerfið á Gaza.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár