Yfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýna fyrirhugaða efnistöku þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg úti fyrir Landeyjahöfn á Suðurlandi. Þau telja að efnistakan geti haft slæm áhrif á innviði eyjanna eins og rafmagn, neysluvatn og höfnina. Þetta kemur fram í umsögn frá Vestmannaeyjabæ til Skipulagsstofnunar.
Heimildin hefur fjallað ítarlega um þessa fyrirhuguðu efnistöku Heidelberg og greint frá gagnrýni opinberra stofnana á hana, meðal annars Hafrannsóknastofnunar. Eins og Heimildin hefur fjallað um verður efninu dælt af hafsbotni með sanddæluskipi og stendur til að sækja 2 milljónir rúmmetra á ári. Til að setja efnistökuna í samhengi þá er um að ræða 358 fulllestaða flutningabíla á dag, 300 virka daga ársins.
Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars: „Vestmannaeyjabær telur um 4.600 íbúa og hefur í áraraðir verið ein mikilvægasta verstöð landsins. Svæðið sem um ræðir, „úti fyrir Landeyjahöfn“ hefur að geyma innviði sem eru ómissandi líflínur samfélagsins í …
Athugasemdir