Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Leyfisveitingin kom Bjarna ekki á óvart - „Ágætis stemming með þessa niðurstöðu“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ákvörð­un Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um að heim­ila hval­veið­ar hafi ekki kom­ið sér á óvart. Ákvörð­un­in er að hans mati í sam­ræmi við nú­gild­andi lög og regl­ur. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ir Bjarni velti þurfi fyr­ir sér hvort stjórn­sýsl­an hafi ver­ið nægi­lega skil­virk og fyr­ir­sjá­an­leg í þessu máli.

Leyfisveitingin kom Bjarna ekki á óvart - „Ágætis stemming með þessa niðurstöðu“
Ákvörðunin kom forsætisráðherra ekki á óvart Bjarni Benediktsson segir að í ljósi núgildandi reglna og laga hafi matvælaráðherra þurft að bregðast við þeim hætti sem hún gerði. Hann segir stjórnvöld þurfa að spyrja sig hvort standa hefði mátt betur að málinu til að tryggja meiri fyrirsjáanleika fyrir hagsmunaaðila. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um að gefa heimild fyrir hvalveiði ekki hafa komið sér á óvart. Skömmu fyrir hádegi í dag tilkynnti matvælaráðuneytið um þá ákvörðun um veita Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Leyfilegt veiðimagn verður 128 dýr og gildir leyfið út veiðitímabilið 2024.

„Ég hins vegar tek eftir því að ráðherrann segir rétt að veita leyfið núna til eins árs og færir fyrir því rök sem mér finnst alveg vera skiljanleg,“ sagði Bjarni og bætti við að stjórnvöld þurfi að öllum líkindum að skoða hvað hefði betur mátt fara í málinu hefur dregist á langinn.

„Það sem við þurfum kannski að spyrja okkur er hvort að stjórnsýslan í þessum málum sé nægilega skilvirk og veit þann fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er fyrir þessa starfsemi.“

Aðspurður hvernig andrúmsloftið hafi verið á ríkisstjórnarfundinum þar sem matvælaráðherra tilkynnti ráðherrum um ákvörðun sína segir Bjarni andrúmsloftið hafi verið ágætt. „Það var bara ágætis stemming með þessa niðurstöðu.“

Leggur áherslu á að lögum og reglum sé fylgt

Spurður hvort hann væri ánægður með niðurstöðuna sagði Bjarni að hann vilji að lögum og reglum sé fylgt og stjórnsýslan sé skilvirk. 

„Það er það sem skiptir mestu máli. Þegar við erum að framkvæma lög og fylgja reglum um þessi efni, þar með talið stjórnsýslureglum, að þá séum við að vanda okkur og séum skilvirk í því og það var svona eitt af þeim atriðum sem hafa verið í umræðunni að undanförnu.“

Þá sagðist Bjarni skilja vel gagnrýnina sem beinst hefur að stjórnvöldum, sérstaklega því hversu langan tíma hefur tekið að komast að þessari niðurstöðu.

„Ég skil alveg að það hafi komið fram athugasemdir um tímann og til dæmis eiga mjög margir hagsmuna að gæta, fjöldi fólks sem var að vonast til þess að hafa af þessari starfsemi góðar tekjur og atvinnu í sumar. Þannig það er ekki léttvægt mál þegar slíkar athugasemdir berast, en nú er komin niðurstaða,“ segir Bjarni.

Formaður VG virðir ákvörðun matvælaráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður VG, segist virða ákvörðun ráðherra þrátt fyrir að hvalveiðar gangi gegn pólitískum skoðunum hans.  

„Þetta er bara það sem hún verður að gera. Hún verður að gefa út leyfið og gefur það samkvæmt stjórnarskrá. Hún gefur leyfið til skamms tíma, með eins fáum dýrum og hægt er. Auðvitað er mín pólitíska skoðun sú að við eigum að hætta hvalveiðum á Íslandi. Bæði er mikill stuðningur fyrir því hjá almenningi, eins og skoðanakannanir hafa sýnt, þróunin hjá alþjóðlega sviðinu er öll með þessum hætti,“ sagði Guðmundur Ingi. 

Sigurður Ingi segir sátt ríkja innan ríkisstjórnar 

Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson steig út af fundi ríkisstjórnar var hann spurður hvort hann hefði áhyggjur af eftirmálum af því hversu langan tíma tók að afgreiða málið. „Það er bara liðin tíð. Nú liggur ákvörðun fyrir og ég er ánægður með það,“ sagði Sigurður Ingi.

Spurður hvort hann væri sammála því að breyta þurfi lögum um hvalveiðar eins sagði Sigurður Ingi að vinna væri nú þegar hafin við að leggja mat á núverandi löggjöf. „Það var sett ákveðin vinna í gang og það eru öflugir aðilar að því sem hyggjast skila áliti í haust eða vetur.“

Þá taldi Sigurður Ingi að ríkisstjórnarsamstarfinu hafi ekki verið stefnt í hættu vegna málsins, ákvörðun matvælaráðherra muni ekki koma til með að kljúfa stjórnarsamstarfið.

„Þessi ákvörðun er bara eðlileg í ljósi þess sem við höfum verið með á stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar. Það var ekki á stefnuskrá hennar að breyta stefnu Íslands í hvalveiðum.“ 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár