Íbúar eru þeir einu sem geta kallað eftir skoðun frá Heilbrigðiseftirliti á húsnæði sem þeir búa í. Það þýðir að leigjendur áfangaheimila eru þeir einu sem geta kallað eftir slíkri skoðun, jafnvel þótt þekkt sé að þeir séu „tregir til“ þess að kalla eftir eftirliti „vegna ótta við að missa herbergið og enda á götunni,“ eins og einn fulltrúi Heilbrigðiseftirlitsins orðaði það í málaskrá eftirlitsins sem Heimildin hefur undir höndum.
Heimildin kallaði eftir þessum upplýsingum frá sameiginlegu Heilbrigðiseftirliti Kópavogs, Garðabæjar, Hafnafjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) vegna stöðu mála á áfangaheimilinu Betra Líf sem Arnar Gunnar Hjálmtýsson rekur og fjallað hefur verið um í Heimildinni.
Aðstandendur fólks sem býr á áfangaheimilum geta því ekki óskað eftir skoðun eftirlitsins né heldur nágrannar eða almennir borgarar, með áhyggjur af því að heilsu íbúa á áfangaheimilum sé ógnað.
Á áfangaheimili Betra …
Athugasemdir