Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Arnarlax greiðir út 48 milljarða króna arð

Arð­greiðsl­an út úr eig­anda Arn­ar­lax á Bíldu­dal nærri tvö­fald­að­ist á milli ár­anna 2023 og 2024. Um er ræða eitt stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki heims og er að­eins pínu­lít­ill hluti starf­sem­inn­ar á Ís­landi. Arn­ar­lax lenti í erf­ið­leik­um á Ís­landi í fyrra vegna laxal­ús­ar sem kom upp hjá fyr­ir­tæk­inu.

Eigandi Arnarlax greiðir út 48 milljarða króna arð
Norskur eigandi Arnarlax á Bíludal greiðir út 48 milljarða Norskur meirihlutaeigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax greiðir út 48 milljarða króna arð vegna síðasta rekstrarárs. Stofnandi Salmar og stjórnarformaður er Gustav Witzoe eldri en hann sést hér ásamt syni sínum og nafna sem hann arfleiddi af hlutabréfunum sínum í félaginu fyrir mörgum árum.

Stærsti hluthafi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal greiðir út 48 milljarða króna arð vegna síðasta rekstrarárs, 2023. Þetta kemur fram í fundargerð frá ársfundi þessa stærsta hluthafa, norska laxeldisfyrirtækinu Salmar AS. Ársfundurinn var haldinn þann 6. júní síðastliðinn.

Samkvæmt fundargerðinni greiðir fyrirtækið út rúmlega 3,7 milljarða norskra króna í arð fyrir síðasta rekstrarár eða 35 norskar krónur á hlut. Til samanburðar þá nama arðgreiðslan út úr Salmar AS 20 norskum krónum á hlut fyrir árið 2022 eða rúmlega 2,1 milljarði norskra króna. Því er um að ræða nærri 80 prósent hækkun á arði á milli ára. 

„Því miður var um að ræða vandamál vegna laxalúsar sem leiddi til ógnana fyrir velferð fiskanna okkar.“
Björn Hembre,
forstjóri Arnarlax

Norðmenn langstærstu hluthafarnir

Salmar AS á 52 prósenta hlut í Arnarlaxi á Bildudal og er þar með meirihlutaeigandi í félaginu. Aðrir hluthafar í Arnarlaxi eru meðal annars sjóður í rekstri fjárfestingarbankans J.P. Morgan, …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eiríkur Jónsson skrifaði
    Af hverju var fyrirsögnin í Heimikdinni um daginn ekki - Eigendur tryggingafélagsins Varðar greiddu sér 13 milljarða í arð?
    1
  • HB
    Hólmgeir Baldursson skrifaði
    Við athugun á þessu máli kemur í ljós að átt er við norska fyrirtækið SalMar, sem á um 52% í Arnarlax. Hluthafar SalMar ákváðu að greiða 3,7 milljarða norskra króna í arð. Það var sem sé ekkert greitt í arð hjá Arnarlax
    0
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Hvað ætli séu mörg stórfyrirtæki á Íslandi sem eru í erlendri eigu? Og hversu mörg þeirra skyldu greiða eigendum sínu arð, erlendis? Ætla mætti stundum af fréttaflutningi að það séu einungis eigendur laxeldisfyrirtækja greiða eigendum sínum arð. Það gæti verið fróðlegt jafnvel gagnlegt að rýna örlítið út fyrir laxeldisbrúnina.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Spillingin hér á landi er í boði ríkisstjórnar og meðvirkni stjórnarandstöðunnar. Þau bíða eftir að komast sjálf að kjötkötlunum.
    Allir sem hafa heila brú í hausnum sjá hvað þetta er sjúkt, en fíknin og græðgin er skynseminni yfirsterkari. Veit í alvörunni ekki hvers vegna ég er að eyða tíma mínum í að vara ykkur við. Álíka árangursríkt og að reyna að þurrka upp alkahólistann, sem ég hef reynt alla mína ævi og frá 2008 haft réttindi sem slík.👿
    4
  • EVÓ
    Elín Vigdís Ólafsdóttir skrifaði
    Jesús minn !
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár