Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. sótti um endurnýjað hvalveiðileyfi í lok janúar síðastliðnum og nú, fjórum mánuðum síðar, hefur niðurstaða ekki fengist í það mál. Veiðileyfi fyrirtækisins rann út á síðasta ári.
Bergþór Ólason gerði þetta að umtalsefni sínu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Hann vakti athygli á því að mikill fjöldi aðila fengu umsagnarbeiðnir frá ráðuneytinu þrátt fyrir að vera ekki lögbundnir umsagnaraðilar og sagði Bjarkey að ástæðan fyrir því væri sú að það væru ekki bara veiðarnar sem væru undir í málinu.
„Þess vegna taldi ég ástæðu til þess að fá álit annarra aðila heldur en bara þeim sem lögum samkvæmt ber að sækja álit til þannig að þeim gefist þess kostur,“ sagði Bjarkey. „Ég fór ekki af stað í þetta fyrr en ég var búin að safna gögnum til að undirbyggja að þetta væri sú vegferð sem ég vildi fara á.“
Margt og mikið undir
Bjarkey sagði að ýmislegt hafi breyst síðan Kristján Þór Júlíusson gaf síðast út hvalveiðileyfi árið 2019.
„Það er margt undir og mikið undir,“ sagði Bjarkey.
Bergþór benti á að óbreytt ráðgjöf liggi fyrir frá Hafrannsóknarstofnun í málinu en ráðgjöfin gildir til ársins 2025 og miðast við veiðar á 160 langreyðum að hámarki árlega.
„Ætlar núverandi matvælaráðherra í einhverju að hverfa frá þeirri meginstefnu sem viðhöfð hefur verið um langa hríð að fara að ráðgjöf Hafró hvað varðar nytjastofna landið um kring máls?“ spurði Bergþór en Bjarkey gaf ekkert uppi um það hver ákvörðun hennar í málinu verður. Hún sagði að hún væri byrjuð að lesa umsagnir um málið og að Hvalur hefði rétt til þess að koma með athugasemdir og nýta sinn andmælarétt.
„Fyrirtækjunum var tilkynnt það í þessu bréfi til andmæla að ég hyggist birta niðurstöðu mína á þessu máli á þriðjudaginn,“ sagði Bjarkey.
strendur Ísland er sú að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegi
stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins