Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Framtíð hvalveiða ræðst á þriðjudaginn

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra ætl­ar að birta nið­ur­stöðu sína um það hvort hún veiti hval­veiði­leyfi eð­ur ei næst­kom­andi þriðju­dag. Berg­þór Óla­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýndi Bjarkeyju á þingi í dag fyr­ir það sem hann tel­ur seina­gang. „Hvað tef­ur orm­inn langa?“ spurði Berg­þór.

Framtíð hvalveiða ræðst á þriðjudaginn
Bjarkey Olsen Er matvælaráðherra og tekur ákvörðun um hvalveiðileyfi. Mynd: Matvælaráðuneytið

Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. sótti um endurnýjað hvalveiðileyfi í lok janúar síðastliðnum og nú, fjórum mánuðum síðar, hefur niðurstaða ekki fengist í það mál. Veiðileyfi fyrirtækisins rann út á síðasta ári. 

Bergþór Ólason gerði þetta að umtalsefni sínu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Hann vakti athygli á því að mikill fjöldi aðila fengu umsagnarbeiðnir frá ráðuneytinu þrátt fyrir að vera ekki lögbundnir umsagnaraðilar og sagði Bjarkey að ástæðan fyrir því væri sú að það væru ekki bara veiðarnar sem væru undir í málinu. 

„Þess vegna taldi ég ástæðu til þess að fá álit annarra aðila heldur en bara þeim sem lögum samkvæmt ber að sækja álit til þannig að þeim gefist þess kostur,“ sagði Bjarkey. „Ég fór ekki af stað í þetta fyrr en ég var búin að safna gögnum til að undirbyggja að þetta væri sú vegferð sem ég vildi fara á.“

Margt og mikið undir

Bjarkey sagði að ýmislegt hafi breyst síðan Kristján Þór Júlíusson gaf síðast út hvalveiðileyfi árið 2019. 

„Það er margt undir og mikið undir,“ sagði Bjarkey. 

BergþórSpurði ráðherrann hvort hún ætlaði sér ekki að fara að ráðleggingum Hafró.

Bergþór benti á að óbreytt ráðgjöf liggi fyrir frá Hafrannsóknarstofnun í málinu en ráðgjöfin gildir til ársins 2025 og miðast við veiðar á 160 langreyðum að hámarki árlega. 

„Ætlar núverandi matvælaráðherra í einhverju að hverfa frá þeirri meginstefnu sem viðhöfð hefur verið um langa hríð að fara að ráðgjöf Hafró hvað varðar nytjastofna landið um kring máls?“ spurði Bergþór en Bjarkey gaf ekkert uppi um það hver ákvörðun hennar í málinu verður. Hún sagði að hún væri byrjuð að lesa umsagnir um málið og að Hvalur hefði rétt til þess að koma með athugasemdir og nýta sinn andmælarétt.

„Fyrirtækjunum var tilkynnt það í þessu bréfi til andmæla að ég hyggist birta niðurstöðu mína á þessu máli á þriðjudaginn,“ sagði Bjarkey.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ein helsta ástæða þess að þetta dýraníð hefur viðgengst við
    strendur Ísland er sú að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegi
    stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins
    1
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Að sjálfsögðu á að banna þessar "hobbí" hvalveiðar .
    2
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Sammála, þetta skilar engum arði, alltaf tap í mörg ár. Að lokum fer þetta í hundamat og Hvalur hf græðir á tapinu, sem fer í að lækka skatta. Viðbjóðslegar veiðar.😭
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
8
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirhluta framkvæmdastjórn lögð fram á sáttarfundum
9
Fréttir

Til­laga um auk­inn meir­hluta fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sáttar­fund­um

Á sáttar­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmd­ar­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga­sem þar sem lagt er til að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna í stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
2
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
9
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár