Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framtíð hvalveiða ræðst á þriðjudaginn

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra ætl­ar að birta nið­ur­stöðu sína um það hvort hún veiti hval­veiði­leyfi eð­ur ei næst­kom­andi þriðju­dag. Berg­þór Óla­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýndi Bjarkeyju á þingi í dag fyr­ir það sem hann tel­ur seina­gang. „Hvað tef­ur orm­inn langa?“ spurði Berg­þór.

Framtíð hvalveiða ræðst á þriðjudaginn
Bjarkey Olsen Er matvælaráðherra og tekur ákvörðun um hvalveiðileyfi. Mynd: Matvælaráðuneytið

Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. sótti um endurnýjað hvalveiðileyfi í lok janúar síðastliðnum og nú, fjórum mánuðum síðar, hefur niðurstaða ekki fengist í það mál. Veiðileyfi fyrirtækisins rann út á síðasta ári. 

Bergþór Ólason gerði þetta að umtalsefni sínu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Hann vakti athygli á því að mikill fjöldi aðila fengu umsagnarbeiðnir frá ráðuneytinu þrátt fyrir að vera ekki lögbundnir umsagnaraðilar og sagði Bjarkey að ástæðan fyrir því væri sú að það væru ekki bara veiðarnar sem væru undir í málinu. 

„Þess vegna taldi ég ástæðu til þess að fá álit annarra aðila heldur en bara þeim sem lögum samkvæmt ber að sækja álit til þannig að þeim gefist þess kostur,“ sagði Bjarkey. „Ég fór ekki af stað í þetta fyrr en ég var búin að safna gögnum til að undirbyggja að þetta væri sú vegferð sem ég vildi fara á.“

Margt og mikið undir

Bjarkey sagði að ýmislegt hafi breyst síðan Kristján Þór Júlíusson gaf síðast út hvalveiðileyfi árið 2019. 

„Það er margt undir og mikið undir,“ sagði Bjarkey. 

BergþórSpurði ráðherrann hvort hún ætlaði sér ekki að fara að ráðleggingum Hafró.

Bergþór benti á að óbreytt ráðgjöf liggi fyrir frá Hafrannsóknarstofnun í málinu en ráðgjöfin gildir til ársins 2025 og miðast við veiðar á 160 langreyðum að hámarki árlega. 

„Ætlar núverandi matvælaráðherra í einhverju að hverfa frá þeirri meginstefnu sem viðhöfð hefur verið um langa hríð að fara að ráðgjöf Hafró hvað varðar nytjastofna landið um kring máls?“ spurði Bergþór en Bjarkey gaf ekkert uppi um það hver ákvörðun hennar í málinu verður. Hún sagði að hún væri byrjuð að lesa umsagnir um málið og að Hvalur hefði rétt til þess að koma með athugasemdir og nýta sinn andmælarétt.

„Fyrirtækjunum var tilkynnt það í þessu bréfi til andmæla að ég hyggist birta niðurstöðu mína á þessu máli á þriðjudaginn,“ sagði Bjarkey.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ein helsta ástæða þess að þetta dýraníð hefur viðgengst við
    strendur Ísland er sú að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegi
    stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins
    1
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Að sjálfsögðu á að banna þessar "hobbí" hvalveiðar .
    2
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Sammála, þetta skilar engum arði, alltaf tap í mörg ár. Að lokum fer þetta í hundamat og Hvalur hf græðir á tapinu, sem fer í að lækka skatta. Viðbjóðslegar veiðar.😭
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár