Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Framtíð hvalveiða ræðst á þriðjudaginn

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra ætl­ar að birta nið­ur­stöðu sína um það hvort hún veiti hval­veiði­leyfi eð­ur ei næst­kom­andi þriðju­dag. Berg­þór Óla­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýndi Bjarkeyju á þingi í dag fyr­ir það sem hann tel­ur seina­gang. „Hvað tef­ur orm­inn langa?“ spurði Berg­þór.

Framtíð hvalveiða ræðst á þriðjudaginn
Bjarkey Olsen Er matvælaráðherra og tekur ákvörðun um hvalveiðileyfi. Mynd: Matvælaráðuneytið

Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. sótti um endurnýjað hvalveiðileyfi í lok janúar síðastliðnum og nú, fjórum mánuðum síðar, hefur niðurstaða ekki fengist í það mál. Veiðileyfi fyrirtækisins rann út á síðasta ári. 

Bergþór Ólason gerði þetta að umtalsefni sínu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Hann vakti athygli á því að mikill fjöldi aðila fengu umsagnarbeiðnir frá ráðuneytinu þrátt fyrir að vera ekki lögbundnir umsagnaraðilar og sagði Bjarkey að ástæðan fyrir því væri sú að það væru ekki bara veiðarnar sem væru undir í málinu. 

„Þess vegna taldi ég ástæðu til þess að fá álit annarra aðila heldur en bara þeim sem lögum samkvæmt ber að sækja álit til þannig að þeim gefist þess kostur,“ sagði Bjarkey. „Ég fór ekki af stað í þetta fyrr en ég var búin að safna gögnum til að undirbyggja að þetta væri sú vegferð sem ég vildi fara á.“

Margt og mikið undir

Bjarkey sagði að ýmislegt hafi breyst síðan Kristján Þór Júlíusson gaf síðast út hvalveiðileyfi árið 2019. 

„Það er margt undir og mikið undir,“ sagði Bjarkey. 

BergþórSpurði ráðherrann hvort hún ætlaði sér ekki að fara að ráðleggingum Hafró.

Bergþór benti á að óbreytt ráðgjöf liggi fyrir frá Hafrannsóknarstofnun í málinu en ráðgjöfin gildir til ársins 2025 og miðast við veiðar á 160 langreyðum að hámarki árlega. 

„Ætlar núverandi matvælaráðherra í einhverju að hverfa frá þeirri meginstefnu sem viðhöfð hefur verið um langa hríð að fara að ráðgjöf Hafró hvað varðar nytjastofna landið um kring máls?“ spurði Bergþór en Bjarkey gaf ekkert uppi um það hver ákvörðun hennar í málinu verður. Hún sagði að hún væri byrjuð að lesa umsagnir um málið og að Hvalur hefði rétt til þess að koma með athugasemdir og nýta sinn andmælarétt.

„Fyrirtækjunum var tilkynnt það í þessu bréfi til andmæla að ég hyggist birta niðurstöðu mína á þessu máli á þriðjudaginn,“ sagði Bjarkey.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ein helsta ástæða þess að þetta dýraníð hefur viðgengst við
    strendur Ísland er sú að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegi
    stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins
    1
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Að sjálfsögðu á að banna þessar "hobbí" hvalveiðar .
    2
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Sammála, þetta skilar engum arði, alltaf tap í mörg ár. Að lokum fer þetta í hundamat og Hvalur hf græðir á tapinu, sem fer í að lækka skatta. Viðbjóðslegar veiðar.😭
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár