Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli
Tommie Smith og John Carlos lyfta höndum í mótmælaskyni við mannréttindabrot gegn svörtum íbúum Bandaríkjanna og víðar í veröldinni. Þar var Suður-Afríka gjarnan nefnd sérstaklega.

Í dag, 6. júní 2024, er haldið upp á að rétt 80 ár eru liðin frá því að herir hinna vestrænu Bandamanna gegn Hitlers-Þýskalandi gerðu innrás á Normandý-skaga í Frakklandi 6. júní 1944. Þessi innrás ein og sér réði ekki úrslitum í síðari heimsstyrjöld en hún stytti þó áreiðanlega stríðið um að minnsta kosti eitt eða tvö ár.

En sama dag og bandarískir dátar ösluðu að landi á strönd Normandý fæddist svörtum hjónum í Clarksville í Texas sjöunda barnið af alls tólf. Þetta var piltur og fékk skírnarnafnið Tommie.

Hann varð geysiöflugur íþróttamaður og sérhæfði sig í 200 metra hlaupi. Snemma árs 1968 setti hann heimsmet í greininni og var því vitaskuld sigurstranglegur á ólympíuleikunum í Mexíkó-borg um haustið.

Enda vann Tommie Smith hlaupið á leikunum og setti frábært heimsmet.

Smith lyftir höndum á síðustu metrum 200 metra hlaupsins í Mexíkó.Ástralinn Peter Norman (sést mjög óljóst!) skýst fram úr John Carlos og nær öðru sæti. Heimsmet Smiths var 19,83. Núverandi heimsmet setti Usain Bolt 2009, það er 19,19.

Hann varð fyrsti maðurinn til að hlaupa 200 metrana undir 20 sekúndum og það tókst honum þótt hann lyfti höndum sem sigurtákni þegar hann átti 10 metra eftir í mark sem eflaust kostaði hann þó nokkur sekúndubrot.

Tommie Smith á velmektardögum sínum sem hlaupari.

En þegar Tommie Smith lyfti svo aftur hendi við verðlaunaafhendinguna, þá fóru myndir af því um alla heimsbyggðina.

Smith var þá nefnilega með svartan hanska á hægri hendi og engum gat dulist að þetta var ekki sigurtákn, heldur tákn um stuðning hans við baráttu gegn mannréttindabrotum er svartir íbúar Bandaríkjanna (og víðar) áttu við að stríða.

Félagi Smiths, vinur og keppinautur, John Carlos, sem varð í þriðja sæti í hlaupinu lyfti líka hanskaklæddri hendi í sama skyni og báðir hneigðu höfuð sín þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður Smith til heiðurs.

Þá höfðu þeir báðir farið úr skónum og stóðu á verðlaunapallinum í svörtum sokkum, sem var sérstakt tákn um fátæktargildruna sem svartir íbúar Bandaríkjanna sátu svo margir fastir í vegna kynþáttafordóma.

Þeir báru fleiri tákn — Smith var svartan klút um hálsinn og var það tákn um stolt svartra íbúa í Bandaríkjunum en Carlos var með perlufesti þar sem hver perla táknaði svartan mann sem hafði verið tekinn af lífi án dóms og laga í Bandaríkjunum. Báðir voru og með merki bandarísku samtakanna OPHR (Olympic Project for Human Rights) sem höfðu látið mikið í sér heyra í aðdraganda ólympíuleikanna.

Tommie Smith árið 2009.

Eini hvíti hlauparinn á verðlaunapallinum, Ástralinn Peter Norman, bar reyndar einnig merki OPHR, þeim Smith og Carlos til stuðnings.

Þessi mótmæli afmælisbarns dagsins og félaga hans vöktu sem fyrr segir gríðarlega athygli. Alþjóðaólympíunefndin heimtaði að Smith og Carlos yrðu reknir úr bandaríska ólympíuliðinu fyrir þessa „pólitísku yfirlýsingu“ sem ekki ætti heima á ólympíuleikunum. Bandaríska ólympíunefndin neitaði í fyrstu en þegar henni var hótað að allt lið Bandaríkjanna yrði þá rekið frá leikunum lét hún undan og Smith og Carlos voru sendir heim.

Smith þurfti að gjalda verknaðar síns í ýmsu en átti þó prýðilegan íþróttaferil og gerðist síðan félagsfræðikennari og íþróttaþjálfari.

Árið 2010 hélt hann uppboð á gullmedalíunni sem hann fékk fyrir sigur sinn á leikunum í Mexíkó.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár