Appelsínugul viðvörun er í gildi á stærstum hluta landsins í dag, að öðrum kosti gul. Á sumum stöðum er talsvert um snjó. Einn þeirra er Mývatnssveit þar sem skaflarnir hrannast upp með tilheyrandi afleiðingum fyrir dýralífið.
Unnur Þóra Jökulsdóttir, starfsmaður hjá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn, segir að byrjað hafi að snjóa lítillega í gær og í nótt hafi svo farið að blása upp. „Í morgun þegar ég leit út um gluggann þá var allt orðið alhvítt og komnir skaflar í kringum húsið – þannig það var ekki hægt að hreyfa nema stærsta bílinn,“ segir hún.
Unnur hefur unnið á svæðinu í 20 ár og býr þar á sumrin. „Ég hef alveg oft lent í því að það snjói eitthvað í júní. En það hefur yfirleitt verið part úr degi og svo er það horfið daginn eftir. Það er aldrei svona mikið og lengi í einu eins og það er núna. Þetta …
Athugasemdir