Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að sstjórnun ríkisfjármálanna sé á meðal ástæðna þess að Íslendingar eru enn að glíma við mikla verðbólgu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kenndi hressilegri hækkun launa um spennu í hagkerfinu.
Bjarni og Þorgerður tókust á um verðbólguna á þingi í dag en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar beindi einnig spjótum sínum að Bjarna vegna ríkisfjármálanna og þá sérstaklega fjármögnun lögreglunnar.
„Hæstvirtur þingmaður byrjar hér með það sem virðist ætla að verða vikuleg ræða um að efnahagsmálin séu í einhverju uppnámi,“ sagði Bjarni þegar hann svaraði Kristrúnu.
Þorgerður spurði Bjarna um aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni sem nú mælist 6,2%. Hún kallaði eftir „trúverðugari“ leið til þess að draga úr útþenslu ríkissjóðs og lækka verðbólgu.
„Ég vil líka benda á að mér finnst stundum að ráðherrar, sumir hverjir, í ríkisstjórn fari ekki fram úr rúminu öðruvísi heldur en að krefjast 3, 4 og 5 milljarða aukningar í ríkisútgjöld. …
Athugasemdir (2)