Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Fari ekki fram úr rúminu“ án þess að krefjast fleiri milljarða í útgjöld

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Bjarni Bene­dikts­son tók­ust á um rík­is­fjár­mál­in á Al­þingi í dag. Þor­gerð­ur kall­aði eft­ir „trú­verð­ug­um“ að­gerð­um gegn verð­bólg­unni og Bjarni sagði mikla spennu í hag­kerf­inu vegna launa­hækk­ana.

„Fari ekki fram úr rúminu“ án þess að krefjast fleiri milljarða í útgjöld
Halli „Þessi ríkisstjórn er ekki bara að skila fjárlagahalla yfir á næstu kynslóðir heldur líka fyrir næstu ríkisstjórn til að leysa úr,“ sagði Þorgerður. Mynd: Bára Huld Beck

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að sstjórnun ríkisfjármálanna sé á meðal ástæðna þess að Íslendingar eru enn að glíma við mikla verðbólgu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kenndi hressilegri hækkun launa um spennu í hagkerfinu. 

Bjarni og Þorgerður tókust á um verðbólguna á þingi í dag en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar beindi einnig spjótum sínum að Bjarna vegna ríkisfjármálanna og þá sérstaklega fjármögnun lögreglunnar. 

„Hæstvirtur þingmaður byrjar hér með það sem virðist ætla að verða vikuleg ræða um að efnahagsmálin séu í einhverju uppnámi,“ sagði Bjarni þegar hann svaraði Kristrúnu. 

Þorgerður spurði Bjarna um aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni sem nú mælist 6,2%. Hún kallaði eftir „trúverðugari“ leið til þess að draga úr útþenslu ríkissjóðs og lækka verðbólgu. 

„Ég vil líka benda á að mér finnst stundum að ráðherrar, sumir hverjir, í ríkisstjórn fari ekki fram úr rúminu öðruvísi heldur en að krefjast 3, 4 og 5 milljarða aukningar í ríkisútgjöld. …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Það á ekki að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár. Það leiðir til verðbólgu. Þetta eiga allir að vita en Bjarni virðist ekki vita það eða er alveg sama. Sem er sennilega það rétta.
    1
    • ETK
      Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
      Ekki að ég sé mikill aðdáandi af Bjarna, hef aldrei kosið hann, enn það er nú ekkert svo langt síðan hann var gagnrýndur fyrir of mikið aðhald þegar hann var fjármálaráðherra. Hann má eiga það að ríkissjóður var í töluvert betra formi enn hefði getað verið þegar covid skall á.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár