Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Mér sýnist allt stefna í að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands“

Halla Tóm­as­dótt­ir er með af­ger­andi for­ystu í for­seta­kosn­ing­un­um eft­ir að at­kvæði hafa ver­ið birt úr öll­um kjör­dæm­um, þar sem hún fékk flest at­kvæði alls stað­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir virð­ist vera bú­in að við­ur­kenna ósig­ur.

„Mér sýnist allt stefna í að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands“
Tær gleði Halla Tómasdóttir og fjölskylda hennar fagna eftir upplestur talna skömmu í nótt. Mynd: Golli

Komnar eru tölur úr öllum kjördæmum og búið er að telja meginþorra atkvæða í þeim stærstu. Samkvæmt stöðunni eins og hún er nú verður Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, næsti forseti Íslands. Hún hefur fengið flest atkvæði í öllum kjördæmum. Sem stendur mælist hún með 32,4 prósent fylgi og er með töluvert forskot á Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Halla vildi sjálf ekki ganga að því vísu að hún væri búin að vinna í viðtali við RÚV en Björn Skúlason, eiginmaður hennar, velti hins vegar fyrir sér hvernig það yrði að búa á Bessastöðum í sama viðtali. 

Viðbrögð Höllu við tölum úr Reykjavíkurkjördæmi norðurGolli

„Mér sýnist allt stefna í að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands,“ sagði Katrín, sá forsetaframbjóðandi sem stefnir í að lenda í öðru sæti í kosningunum í dag, í viðtali við RÚV rétt fyrir klukkan eitt í kvöld. Hún óskaði Höllu til hamingju með sigurinn og sagði að hún vissi ekkert hvað tæki við. Aðspurð hvort hún myndi bjóða sig aftur fram til forseta var svarið skýrt: „Nei, þetta geri ég ekki aftur.“

Katrín er sem stendur með 26,3 prósent atkvæða og því munar 6,1 prósentustigum á henni og Höllu. Tveir aðrir frambjóðendur eru með fylgi í tveggja stafa tölu: Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er með 15,4 prósent og Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, er með 11,4 prósent. Sá frambjóðandi utan Höllu Tómasdóttur, sem er að fá miklu meira fylgi en hún mældist með í skoðanakönnunum, sem er lengst frá því að ná þeim árangri sem spár gerðu ráð fyrir er Baldur Þórhallsson. Hann hefur fengið 8,1 prósent atkvæða. 

Sennileg forsetahjónBjörn Skúlason kyssir eiginkonu sína á kosningavöku Höllu Tómasdóttur í Grósku í nótt.

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, er með fimm prósent atkvæða og aðrir minna. Flestir hinna frambjóðendanna virðast ætla að verða töluvert langt frá því að ná 1.500 atkvæðum, sem þýðir að þeir fengu ekki öll atkvæði þeirra sem mæltu með þeim í framboð.

Búið er að telja 86.551 atkvæði.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það kann nú varla góðri lukku að stýra að halla tómasdóttir skuli verða næsti forseti Íslands.
    Því ég er sannfærður um að hún muni fá lánaðann „samþykkt“, stimpilpúðann sem kajak var búin að láta gera fyrir sig til að geta flýtt fyrir sammþykki á öllum þeim skíta frumvörpum sem verða send á hana og þar með talið afhending iðurlega „rangnefnt sala“, á Landsvirkjun í hendur auðróna og landráða hyskis Íslands.
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    HHG-íhaldið og stórútgerðin töpuðu forsetakosningunum 2024

    :-) :-) :-) :-) :-) :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár