Halla Tómasdóttir er með rúmlega 37 prósent atkvæða samkvæmt fyrstu tölum úr forsetakosningunum árið 2024. Katrín Jakobsdóttir er með 21,4 prósent. Þær allra fyrstu bárust úr Norðausturkjördæmi rétt fyrir kl. 23 og höfðu þá 3.000 atkvæði verið talin. Samkvæmt þeim tölum var Halla Tómasdóttir með 35,4 prósent atkvæða og Katrín með 27 prósent talinna atkvæða í kjördæminu. Halla Hrund Logadóttir fylgdi þar á eftir með rúm 17 prósent.
Skömmu síðar bárust tölur úr Suðurkjördæmi og samkvæmt þeim er Halla Tómasdóttir með yfirburðaforskot eða 37,7 prósent atkvæða. Katrín er með 19,6 prósent samkvæmt þessum fyrstu tölum kjördæmisins.
Þegar 12.786 atkvæði höfðu verið talin í kosningunum rétt eftir kl. 23 að kvöldi kosningadags var staðan þessi:
Halla Tómasdóttir: 37,2%
Katrín Jakobsdóttir: 21,4%
Halla Hrund Logadóttir: 16,2%
Jón Gnarr: 10%
Baldur Þórhallsson: 8,6%
Arnar Þór Jónsson: 5,5%
Aðrir frambjóðendur höfðu hlotið innan við 5 prósent atkvæða.
Landinu er skipt í sex kjördæmi en talningarstaðir eru þó aðeins fimm því atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur eru talin á sama stað, þ.e. í Laugardalshöll. Von er á fyrstu tölum úr Reykjavík um miðnætti og er þær verða birtar er líklegt að um 60 prósent atkvæða í kjördæmunum tveimur hafi verið talin. Lokatalna í kosningunum er hins vegar ekki að vænta fyrr en undir morgun.
Samkvæmt lokakosningaspá Heimildarinnar, sem birt var í morgun, voru taldar yfirgnæfandi líkur á því að annað hvort Halla Tómasdóttir eða Katrín Jakobsdóttir yrði næsti forseti. Katrín mældist með 24,3 prósenta fylgi og Halla með 23,2 prósent en munurinn var ekki marktækur.
Kosningaspá Heimildarinnar var birt reglulega í aðdraganda kosninganna. Hún er unnin af dr. Baldri Héðinssyni stærðfræðingi og byggði á vigtun og greiningu á öllum þeim skoðanakönnunum sem framkvæmdar eru. Auk þess að reikna út lokamat á fylgi frambjóðenda reiknaði hann líka út líkur á sigri þeirra. Inn í þá útreikninga voru niðurstöður lokamatsins teknar sem og sögulegt frávik í síðustu könnunum fyrir kosningar. Ennfremur var það gert með því að keyra um 500 þúsund sýndarkosningar til þess að reikna út hversu líklegt væri að hver og einn frambjóðandi sigri.
Niðurstaða þessa mats var sú að Halla Tómasdóttir ætti 41 prósent líkur á sigri og Katrín 40 prósent.
Fréttin verður uppfærð.
https://www.rikisend.is/skyrslur/nanar?id=287
Fróðlegt verður að sjá uppgjör Katrínar Jakobsdóttur 2024
:-) :-) :-)