Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Donald Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum

Don­ald J. Trump varð í kvöld fyrsti Banda­ríkja­for­seti sög­unn­ar til að vera fund­inn sek­ur um að fremja glæp.

Donald Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum
Fyrir dómi Forsetinn fyrrverandi á leið í dómsalinn í New York í dag. Mynd: AFP

Donald J. Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sækist eftir því að taka aftur við því embætti í komandi kosningum, var í kvöld fundinn sekur um að falsa gögn í tengslum við greiðslur sem greiddar voru til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Trump var ákærður í 34 ákæruliðum og sakfelldur fyrir þá alla. Kviðdómur í New York kvað upp þessa niðurstöðu eftir að hafa ráðfært sig um hana í tvo daga.

Réttahöldin stóðu yfir í nokkrar vikur og verjendur Trump og saksóknari í málinu luku málflutningi sínum í byrjun viku. Á þriðja tug vitna komu fyrir dóminn. Trump var ákærður fyrir að falsa reikninga og önnur gögn í tengslum við greiðslur til Daniels sem fyrrverandi lögmaður hans, Michael Cohen, innti af hendi til hennar. Cohen veðsetti heimili sitt til að borga Daniels, sem heldur því fram að hún hafi sofið hjá Trump, 130 þúsund dali fyrir að selja ekki sögu sína til fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninganna 2016, sem Trump sigraði. Trump var gefið að sök að hafa endurgreitt Cohen, sem var einn þeirra sem bar vitni fyrir saksóknarann í málinu, eftir að hann var orðinn forseti.

Málið kom upp á viðkvæmum tíma í kosningabaráttunni fyrir tæpum átta árum. Access Hollywood-skandallinn, þar sem Trump talaði ógætilega á upptöku um hvernig hann kæmi fram við konur, hafði nýlega komið upp og vitni við réttarhöldin sögðu frá því að ótti hefði verið í herbúðum forsetans fyrrverandi að annar slíkur skandall myndi skaða framboðið enn frekar. 

Þetta er eitt af fjórum málum þar sem Trump hefur verið ákærður, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að verða ákærður fyrir glæpi í sögu landsins. Hann hefur líka verið ákærður vegna aðkomu sinnar að árásinni á bandaríska þinghúsið  6. janúar 2021, fyrir meðferð sína á trúnaðarskjölum sem hann flutti með sér á heimili sitt í Mar-a-lago eftir að hann lét af embætti og fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgiu-ríki árið 2020. 

Málið sem dæmt var í í dag er þó eina málið sem hefur ratað í málsmeðferð enn sem komið er og lögmenn Trump hafa gert allt sem í sínu valdi stendur til að tefja framgang hinna málanna þriggja, með miklum árangri, svo þau verði ekki tekin fyrir áður en kosið verður milli Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nóvember. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum búast flestir ekki við því að hin málin verði afgreidd áður en kosningarnar fara fram.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    USA-fólkið virðist hafa litlar áhyggjur af því, þó kauðinn sé ákærður fyrir fjölda mála og núna dæmdur sekur af öllum ákæruliðum, hvað segir skrudda USA-fólksins um fólk sem sækist eftir því að verða forseti USA og er dæmdur glæpamaður ? Þarf að dæma kauða 1 eða 10 sinnum ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
2
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár