Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Stjórnarskipti höfðu engin áhrif á fylgið – Þriðjungur styður stjórnarflokkanna

Sam­fylk­ing­in er áfram sem áð­ur stærsti flokk­ur lands­ins, og hef­ur nú mælst með mark­tækt meira fylgi en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fimmtán mán­uði í röð. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra er með nán­ast sama fylgi og Fram­sókn fékk í síð­ustu kosn­ing­um og Vinstri græn eru áfram í hættu að falla af þingi.

Stjórnarskipti höfðu engin áhrif á fylgið – Þriðjungur styður stjórnarflokkanna
Ólík staða Flokkur Kristrúnar Frostadóttur stefnir í sína bestu kosningu frá árinu 2009 og að fara langleiðina með að þrefalda fylgi sitt. Flokkar Bjarna Benediktssonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar stefna í verstu niðurstöðu sína frá því að þeir voru stofnaðir. Mynd: Golli

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 17,5 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu á fylgi flokka, sem birt var í dag. Það er 6,9 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Vinstri græn hafa tapað enn meira fylgi á þeim tíma sem liðinn er frá því að síðasta var kosið, eða 7,5 prósentustigum, og fylgi flokksins mælist nú einungis 5,1 prósent. Litlu þyrfti að skeika til að flokkurinn næði ekki yfir þann þröskuld sem er nauðsynlegt að klífa til að fá uppbótarþingmenn og sá möguleiki er raunverulegur að flokkurinn nái ekki inn manni á þing. Þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkur, mælist með 10,4 prósent fylgi sem er 6,9 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningunum haustið 2021. 

Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 33 prósent fylgi sem er það minnst sem þeir hafa mælst með í könnunum Maskínu, og tafa tapað 21,4 prósentustigum frá síðustu kosningum. Þeir hafa ekki náð að mælast með yfir 40 prósent sameiginlegt fylgi síðan á fjórða ársfjórðungi 2022, eða fyrir einu og hálfu ári síðan. 

Þegar skipt var um forsætisráðherra í ríkisstjórninni í síðasta mánuði, þar sem Bjarni Benediktsson tók við af Katrínu Jakobsdóttur, var gefið sterkt til kynna að stjórnin ætlaði sér að sitja út kjörtímabilið, sem tekur enda haustið 2025 að óbreyttu. Ljóst má vera að breytingarnar hafa engu breytt um fylgi stjórnarflokkanna. Sameiginlegt fylgi þeirra hefur meira og minna verið á þeim slóðum sem það er nú frá síðasta hausti. 

Samfylkingin marktækt stærst fimmtánda mánuðinn í röð

Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins líkt og hún hefur gert linnulaust frá því í lok árs 2022. Nú mælist fylgi 27,3 prósent og stendur í stað milli mánaða. Flokkurinn hefur bætt við sig 17,4 prósentustigum það sem af er kjörtímabili og er það stjórnmálaafl sem hefur bætt við sig langmestu fylgi frá síðustu kosningum. 

Í könnun Maskínu kemur fram að maí sé fimmtándi mánuðurinn í röð þar sem marktækur munur mælist á fylgi Samfylkingarinnar og næst stærsta stjórnmálaflokks landsins, Sjálfstæðisflokksins. Í nýjustu könnuninni mælist sá munur um tíu prósentustig. 

Leiða má að því líkur að fylgistap Sjálfstæðisflokksins haldist að einhverju leyti í hendur við umtalsverða fylgisaukningu Miðflokksins, sem mælist nú með 12,6 prósent fylgi og hefur þar með bætt við sig 7,2 prósentustigum frá því að kosið var síðast. 

Viðreisn hefur líka bætt aðeins við sig og er nú að mælast með 9,4 prósent fylgi, eða 1,1 prósentustigi yfir kjörfylgi. Píratar eru nánast á sama stað og haustið 2021 með 8,4 prósent en Flokkur fólksins hefur tapað marktæku fylgi, farið úr 8,8 í 5,6 prósent það sem af er kjörtímabili. Sósíalistaflokkur Íslands myndi ekki ná inn á þing eins og er þar sem fylgi hans mælist 3,9 prósent. 

Dreifing atkvæða svipuð en nýir flokkar í efstu sætum

Athyglisvert er að dreifing atkvæða er alls ekki ólík því sem hún var í kosningunum 2021, flokkarnir hafa bara skipt um sæti á þeim dreifingarlista. Samfylkingin hefur tekið við hlutverki Sjálfstæðisflokks sem stærsti flokkur landsins með 27,3 prósent, en flokkur núverandi forsætisráðherra fékk 24,4 prósent í síðustu kosningum. Sá flokkur er svo nýi Framsóknarflokkurinn enda fylgi hans nú nánast það sama og flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar fékk haustið 2021. Miðflokkurinn tekur við hlutverki Vinstri grænna sem þriðji stærsti flokkur landsins með nákvæmlega sama fylgi og sá síðarnefndi fékk í síðustu kosningum, 12,6 prósent. Vinstri græn setjast að saka skapi á botn listans með fylgi sem rétt dugar inn á þing og dugar, í besta falli, til að ná þremur þingmönnum. 

Helsti munurinn er sá að miðjumoðsflokkunum, sem mælast með átta til tíu prósent fylgi, fækkar úr fjórum í þrjá. Framsókn er mætt á þær slóðir í stað Samfylkingar og þar eru áfram á fleti Viðreisn og Píratar. Flokkur fólksins fellur hins vegar niður úr þeim fylgisramma og er nú mun nær því að falla af þingi en að hífa fylgið sitt upp í tveggja stafa tölu.

Könnunin var gerð daganna 30. apríl til 23. maí 2024 og svarendur voru 3.349 talsins.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
4
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.
Leita réttar síns fyrir næstu kynslóðir mótmælenda
6
Fréttir

Leita rétt­ar síns fyr­ir næstu kyn­slóð­ir mót­mæl­enda

Níu ein­stak­ling­ar sem all­ir voru við­stadd­ir mót­mæli Fé­lags Ís­land-Palestínu sem hald­in voru fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund við Skugga­sund þann 31. maí höfða mál gegn rík­inu vegna of­beld­is af hálfu lög­reglu. Á mót­mæl­un­um beitti lög­regla lík­am­legu valdi og piparúða til þess að kveða nið­ur mót­mæl­in og greiða för ráð­herra­bíls. Níu­menn­ing­arn­ir telja lög­reglu hafa brot­ið á tján­ing­ar- og funda­frelsi sínu.
„Ég var bara niðurlægð“
10
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
6
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
7
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
6
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
7
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
8
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
10
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár