Gengi bréfa í þeim þremur viðskiptabönkum sem eru skráðir á íslenskan hlutabréfamarkað: Arion banka, Íslandsbanka og Kviku banka, hefur fallið skarpt það sem af er þessu ári og markaðsvirði þeirra samhliða lækkað um tugi milljarða króna.
Ef horft er á eigið fé, virði eigna bankanna umfram skuldir, þá ætti Íslandsbanki að vera verðmætastur bankanna þriggja. Eigið fé hans var 215,7 milljarðar króna í lok mars en markaðsvirðið í lok dags á miðvikudag var komið niður 183,7 milljarða króna.
„Það þýðir að ef allar eignir Íslandsbanka yrðu seldar á því virði sem bankinn metur þær á, og allar skuldir greiddar upp, myndu fást 32 fleiri milljarðar króna fyrir þær en markaðsvirði Íslandsbanka segir til um“
Það þýðir að ef allar eignir Íslandsbanka yrðu seldar á því virði sem bankinn metur þær á, og allar skuldir greiddar upp, myndu fást 32 fleiri milljarðar króna fyrir þær en markaðsvirði Íslandsbanka segir til um. …
Hreinar eignir,hreinar skuldir,eða hugsanlegt markaðsvirði eigna og skulda ?