Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
Gosið hófst skömmu eftir hádegi í dag. Mynd: Golli

Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir hraunflæðið úr gossprungunni, sem opnaðist laust fyrir hádegi í dag, mjög mikið. 

„Það er gríðarlega mikið flæði í gangi og líklega meira en við höfum séð áður. Sem skýrir mögulega þetta ofboðslega hraða hraunflæði sem hefur farið hratt yfir veginn á tveim stöðum,“ skýrir hann.

Benedikt segir að hraunflaumurinn ógni nokkrum mannvirkjum til viðbótar. „Megin hraunflaumurinn er sunnan við núna, sem sagt við Þorbjörn og vestan við Grindavík nærri NATO möstrunum,“ segir Benedikt og þar við fjarskiptamöstur í eigu bandaríska sjóhersins.

Þá nefnir Benedikt einnig að hraunið gæti flætt yfir Njarðvíkuræðina. Nýverið tilkynntu HS Veitur íbúum á Suðurnesjum að draga ekki úr notkun heita vatnsins, heldur þvert á móti var þeim ráðlagt að auka hana.

Benedikt segist ekki hafa skýra tímalínu á því hvenær hraun gæti flætt inn á Svartsengi. Flæðið sé enn sem komið er mikið og óljóst er hversu lengi það muni viðhalda sér.  

„Það er svona kannski aðal áhyggjuefnið, ef þetta viðheldur sér lengi svona, þá fer að verða lítið eftir af varnarmannvirkjunum. En eins og er þá eru þau bara að halda. Ef við bara horfum á hvernig þetta hefur hagað sér síðustu skipti, þá dregur mjög hratt úr kvikuflæðinu eftir fyrstu klukkutímana,“ segir Benedikt sem tekur þó fram að of snemmt sé að segja til um þróun flæðisins á þessari stundu.

Það eru sem sagt engar vísbendingar um að það sé farið að draga úr hraunflæðinu?

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Ætli við, íslenskir skattgreiðendur, höfum borgað fyrir þennan varnargarð í kringum fjarskiptamöstrin?
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Ætli við, íslenskir skattgreiðendur, viljum ekki verja fjarskiptainnviði kafbátaflotans sem vaktar hafið í kringum okkur og við þurfum ekki að borga fyrir? Eða viljum við frekar hina frá ríkinu sem er nýbúið að gera innrás í annað Evrópuríki?
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár