Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
Gosið hófst skömmu eftir hádegi í dag. Mynd: Golli

Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir hraunflæðið úr gossprungunni, sem opnaðist laust fyrir hádegi í dag, mjög mikið. 

„Það er gríðarlega mikið flæði í gangi og líklega meira en við höfum séð áður. Sem skýrir mögulega þetta ofboðslega hraða hraunflæði sem hefur farið hratt yfir veginn á tveim stöðum,“ skýrir hann.

Benedikt segir að hraunflaumurinn ógni nokkrum mannvirkjum til viðbótar. „Megin hraunflaumurinn er sunnan við núna, sem sagt við Þorbjörn og vestan við Grindavík nærri NATO möstrunum,“ segir Benedikt og þar við fjarskiptamöstur í eigu bandaríska sjóhersins.

Þá nefnir Benedikt einnig að hraunið gæti flætt yfir Njarðvíkuræðina. Nýverið tilkynntu HS Veitur íbúum á Suðurnesjum að draga ekki úr notkun heita vatnsins, heldur þvert á móti var þeim ráðlagt að auka hana.

Benedikt segist ekki hafa skýra tímalínu á því hvenær hraun gæti flætt inn á Svartsengi. Flæðið sé enn sem komið er mikið og óljóst er hversu lengi það muni viðhalda sér.  

„Það er svona kannski aðal áhyggjuefnið, ef þetta viðheldur sér lengi svona, þá fer að verða lítið eftir af varnarmannvirkjunum. En eins og er þá eru þau bara að halda. Ef við bara horfum á hvernig þetta hefur hagað sér síðustu skipti, þá dregur mjög hratt úr kvikuflæðinu eftir fyrstu klukkutímana,“ segir Benedikt sem tekur þó fram að of snemmt sé að segja til um þróun flæðisins á þessari stundu.

Það eru sem sagt engar vísbendingar um að það sé farið að draga úr hraunflæðinu?

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Ætli við, íslenskir skattgreiðendur, höfum borgað fyrir þennan varnargarð í kringum fjarskiptamöstrin?
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Ætli við, íslenskir skattgreiðendur, viljum ekki verja fjarskiptainnviði kafbátaflotans sem vaktar hafið í kringum okkur og við þurfum ekki að borga fyrir? Eða viljum við frekar hina frá ríkinu sem er nýbúið að gera innrás í annað Evrópuríki?
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár