Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Björgólfur greiðir 840 milljóna skaðabætur um áramótin

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son fjár­fest­ir mun greiða Hval hf. og Fisk­veiði­hluta­fé­lag­inu Ven­usi um­samd­ar greiðsl­ur vegna rekstr­ar meintra óeðli­legra við­skjpta­hátta í rekstri Lands­banka Ís­lands um næstu ára­mót. Greint var frá millj­arðs króna upp­gjöri fjár­fest­is­ins vegna hóp­mál­sókna nú í maí.

Björgólfur greiðir 840 milljóna skaðabætur um áramótin
Frestun á stærstum hlutanna skaðabótanna Björgólfur Thor Björgólfsson fær frest til áramóta til að greiða stærstan hluta skaðabótanna í hópmálsókn fyrrverandi hluthafa Landsbanka Íslands gegn honum. Félög Kristjáns Loftssonar munu fá rúmlega 300 milljónir króna frá honum um áramótin. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi, greindi frá því á aðalfundi félagsins laugardaginn 25. maí að fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson myndi greiða félögunum Hval hf. og Fiskveiðihlutafélaginu Venusi 320 milljónir króna í skaðabætur um næstu áramót. Skuldabréf þar að lútandi lægi fyrir og að upphæðin væri því ekki komin til félaganna. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar. 

Um er að ræða uppgjör Björgólfs Thors við Hval og Venus vegna hópmálsóknar fyrrverandi hluthafa Landsbanka Íslands sem velkst hefur um í dómskerfinu í fjöldamörg ár.  Forsendur hópmálsóknanna gegn Björgólfi Thor er að fyrrverandi hluthafar Landsbanka Íslands töldu sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni þegar bankahrunið reið yfir haustið 2008.

„3.539.232 evrur greiðast með skuldabréfi sem verður með Euribor vöxtum og gjalddaga þann 31.12.2024.“
Af heimasíðu lögmanns hópmálsóknarfélaganna

Þrettán ára saga á enda

Björgólfur Thor greindi frá því í fréttatilkynningu seint í maí að …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár