Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.

Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
Næsti umsækjandi ráðinn Matvælastofnun hefur ráðið Egil Steingrímsson dýralækni í starf sviðsstjóra samhæfingar hjá stofnuninni Innanhúsdeilur komu upp eftir að Þorleifur Ágústsson hafði verið rá'ðinn í starfið nú í apríl. Hrönn Jörundsdóttir er forstjóri MAST. Mynd: MAST

Matvælastofnun (MAST)hefur ráðið dýralækninn Egill Steingrímsson sem sviðsstjóra til stofnunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Þetta gerist eftir að innahúsátök komu upp um annan umsækjanda, Þorleif Ágústsson, sem greint hafði verið frá að fengið starfið.  Sviðsstjórastarfið felur meðal annars í sér stjórnun á sviði laxeldis í sjókvíum hér á landi.

Þegar tilkynnt var um ráðningu Þorleifs á innri vef starfsmanna MAST sköpuðust umræður um skrif hans um laxeldi og vinnu ráðgjafafyrirtækis sem hann vann hjá fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin. Heimildin greindi frá þessum hræringum innan MAST nú apríl. 

Þorleifur sagði þá við Heimildina: „Umræðan verður að vera á þeim nótum að menn geti talað saman. Hvort sem þeir eru stangveiðimenn eða ekki. [...] Menn spyrja mig? Ertu fylgjandi eða á móti fiskeldi? Ég er fylgjandi því að hægt sé að gera hluti innan gildandi laga og reglna. [...] Ég vinn við allan andskotann en niðurstaðan verður að vera alltaf vísindaleg og ég er algjörlega óháður í því. [...] Ég er fagmaður og fræðimaður og er ekki að leggja fólki orð í munn hvað því á að finnast. Ég er ekki frekar fylgjandi laxeldi frekar en einhverju öðru heldur vil ég bara að náttúran sé nýtt með réttum og það er gríðarleg ábyrgð sem fylgir því."

„Hann hefur dregið umsókn sína til baka“
Hrönn Jörundsdóttir,
forstjóri MAST

„Leiðindamál" sagði forstjóri MAST

Í kjölfarið gerðist það að Þorleifur dró umsókn sína um starfið til baka og MAST hóf ráðningarferlið aftur og réði svo þann umsækjanda sem var í öðru sæti á eftir honum þegar Þorleifur var ráðinn. Egill hafði sagt við Heimildina að hann væri „vonsvikinn" með ákvörðun MAST og Hrönn Jörundsdóttir sagði við blaðið að um væri að ræða „leiðindamál fyrir alla". 

Ráðning Þorleifs vakti meðal annars athygli innan MAST vegna þess að hann hefur unnið fyrir fyrirtæki, Rorum, sem starfar meðal annars fyrir laxeldisfyrirtækin í landinu.  Þetta fyrirtæki starfar til dæmis fyrir laxeldisfyrirtækið Arctic Fish á Ísafirði og sendi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun álit á máli sem varðar laxeldi fyrirtækisins við Sandeyri í Ísafjarðardjúpi.

Hrönn sagði við Heimildina eftir að Þorleifur hafði hætt við að þiggja starfið: „Ég hef ekki náð að setjast niður með minni yfirstjórn til að meta hver næstu skref eru. En við munum þurfa að finna annan í starfið. Þetta er bara í ferli. [...] Þetta er að mínu mati bara innanhúsmál. Þetta er búið að vera leiðindamál fyrir alla. Sérstaklega þegar verið er að ræða svona mál opinberlega sem leiddi til þess að þetta endar svona.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
4
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár