Matvælastofnun (MAST)hefur ráðið dýralækninn Egill Steingrímsson sem sviðsstjóra til stofnunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Þetta gerist eftir að innahúsátök komu upp um annan umsækjanda, Þorleif Ágústsson, sem greint hafði verið frá að fengið starfið. Sviðsstjórastarfið felur meðal annars í sér stjórnun á sviði laxeldis í sjókvíum hér á landi.
Þegar tilkynnt var um ráðningu Þorleifs á innri vef starfsmanna MAST sköpuðust umræður um skrif hans um laxeldi og vinnu ráðgjafafyrirtækis sem hann vann hjá fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin. Heimildin greindi frá þessum hræringum innan MAST nú apríl.
Þorleifur sagði þá við Heimildina: „Umræðan verður að vera á þeim nótum að menn geti talað saman. Hvort sem þeir eru stangveiðimenn eða ekki. [...] Menn spyrja mig? Ertu fylgjandi eða á móti fiskeldi? Ég er fylgjandi því að hægt sé að gera hluti innan gildandi laga og reglna. [...] Ég vinn við allan andskotann en niðurstaðan verður að vera alltaf vísindaleg og ég er algjörlega óháður í því. [...] Ég er fagmaður og fræðimaður og er ekki að leggja fólki orð í munn hvað því á að finnast. Ég er ekki frekar fylgjandi laxeldi frekar en einhverju öðru heldur vil ég bara að náttúran sé nýtt með réttum og það er gríðarleg ábyrgð sem fylgir því."
„Hann hefur dregið umsókn sína til baka“
„Leiðindamál" sagði forstjóri MAST
Í kjölfarið gerðist það að Þorleifur dró umsókn sína um starfið til baka og MAST hóf ráðningarferlið aftur og réði svo þann umsækjanda sem var í öðru sæti á eftir honum þegar Þorleifur var ráðinn. Egill hafði sagt við Heimildina að hann væri „vonsvikinn" með ákvörðun MAST og Hrönn Jörundsdóttir sagði við blaðið að um væri að ræða „leiðindamál fyrir alla".
Ráðning Þorleifs vakti meðal annars athygli innan MAST vegna þess að hann hefur unnið fyrir fyrirtæki, Rorum, sem starfar meðal annars fyrir laxeldisfyrirtækin í landinu. Þetta fyrirtæki starfar til dæmis fyrir laxeldisfyrirtækið Arctic Fish á Ísafirði og sendi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun álit á máli sem varðar laxeldi fyrirtækisins við Sandeyri í Ísafjarðardjúpi.
Hrönn sagði við Heimildina eftir að Þorleifur hafði hætt við að þiggja starfið: „Ég hef ekki náð að setjast niður með minni yfirstjórn til að meta hver næstu skref eru. En við munum þurfa að finna annan í starfið. Þetta er bara í ferli. [...] Þetta er að mínu mati bara innanhúsmál. Þetta er búið að vera leiðindamál fyrir alla. Sérstaklega þegar verið er að ræða svona mál opinberlega sem leiddi til þess að þetta endar svona.“
Athugasemdir