Í forsetakappræðunum sem haldnar voru í Tjarnarbíó í gær voru frambjóðendur meðal annars spurðir hvort þeir, í ljósi bakgrunns og núverandi stöðu þeirra í samfélaginu, gætu endurspeglað þann hóp landsmanna sem býr við mikla fátækt.
Allir frambjóðendurnir sögðust geta það og vísuðu nokkrir til eigin reynslu af fátækt og erfiðleikum sem, ýmist þeir eða fjölskyldur þeirra, hafa gengið í gegnum. Þá sögðu allir frambjóðendur að stéttaskipting væri á Íslandi.
Amma Arnars Þórs ólst upp í torfkofa
Arnar Þór Jónsson sagðist treysta sér til þess tala máli þeirra sem glími við fátækt. Hann tengi sterklega við þann raunveruleika sem margir landsmenn búa við.
„Já ég treysti mér 100 prósent til þess. Amma mín var fædd í torfkofa. Ég hef flúið jarðelda, við vorum í rauninni heimilislaus. Ég þekki það í raun og veru að eiga erfitt með að ná …
Athugasemdir