Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Forsetakappræður í beinu streymi á vef Heimildarinnar

Þeir sex fram­bjóð­end­ur sem mæl­ast með mest fylgi sam­kvæmt kosn­inga­spá Heim­ili­dar­inn­ar mæt­ast í kapp­ræð­um í Tjarn­ar­bíói í kvöld. Bein út­send­ing verð­ur frá þeim á vef Heim­ild­ar­inn­ar.

Íkvöld, þriðjudaginn 28. maí, mun Heimildin standa fyrir kappræðum milli þeirra sex forsetaframbjóðenda sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi samkvæmt kosningaspá miðilsins.

Kappræðurnar fara fram í Tjarnarbíói og verða þær einu sem fram fara í aðdraganda komandi kosninga þar sem áhorfendur verða í sal.  Áskrifendum Heimildarinnar var boðið að koma og vera viðstaddir án greiðslu en aðrir þurftu að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang. Það seldist nær samstundis upp á kappræðurnar og því verður húsfyllir. 

Kappræðunum verður stýrt af Aðalsteini Kjartanssyni og Margréti Marteinsdóttur. Húsið verður opnað klukkan 18 og skömmu síðar hefjast lifandi umræður, undir stjórn Ragnhildar Þrastardóttur, á sviði með sérfræðingum þar sem fjallað verður um ýmsa anga forsetakosninganna. 

Kappræðurnar sjálfar hefjast svo klukkan 20. Gert er ráð fyrir að þær standi til 21.30. Þeim verður streymt beint á vef Heimildarinnar

Þeir frambjóðendur sem hafa staðfest komu sína eru Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt nýjustu kosningaspá mælist fylgi þeirra á bilinu 6,3 til 24,3 prósent en aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með um fjögurra prósent fylgi.

Hér má fylgjast með kappræðunum: 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • mjög glatað að þurfa að borga 3990kr ef maður vill sjá þetta til enda :/
    0
  • Sveinbjörn Pétursson skrifaði
    Katrín, minn framtíðar forseti. Enn smá nervös um að þjóðin velji eitthvað annað, en samt ekki. Áfram Katrín!!
    0
  • GR
    Guðrún Rósa skrifaði
    Hvenær byrja útsending ?
    0
  • VB
    Viktoría Birgisdóttir skrifaði
    Hlakka til að horfa og hvet minn mann Baldur alla leið!
    2
  • KJ
    Kolbeinn Jónsson skrifaði
    Af hverju bara efstu 6?
    Maður vill fá að heyra í öllum frambjoðendum, sérstaklega þeim sem fá litla sem enga umfjöllun…
    Að vera efstur í skoðanakönnunum á ekki að gefa frambjóðanda forréttindi umfram aðra frambjóðendur.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár