Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er góðkunn íslensku þjóðinni. Sem leikkona hefur hún prýtt kvikmyndatjaldið, sjónvarpsskjáinn og fjalir leikhússins um áratugaskeið og skemmt Íslendingum á einn eða annan hátt. Steinunn fór í langt hlé frá leiklistinni, flutti meðal annars til Bandaríkjanna með eiginmanni og börnum í átta ár, einbeitti sér að uppeldi barna sinna sem og að leggja grunn að rekstri fjölmiðils, hins endurreista Kvennablaðs, sem hún í tæp átta ár ritstýrði og var samfélagsrýnir með meiru.
Á undanförnum árum hefur Steinunn Ólína snúið aftur í leiklistina og vakið lukku með leik sínum. Allt frá harðsvíraðri löggu í hasargrínmyndinni Leynilögga, yfir í háðsfyllta dramatík sem titilpersóna Múttu Courage á sviði Þjóðleikhússins, í draumahlutverki sínu þar. Í viðtali við RÚV á síðasta ári sagðist hún raunar aldrei hafa haft eins gaman af leiklistinni. Nú býður Steinunn sig hins vegar fram til forseta Íslands og Heimildin átti samtal við hana um þá ákvörðun, hvað …
Athugasemdir