Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team og forsetaframbjóðandi, kallar eftir átaki í samfélaginu til að takast á við versnandi heilsu þjóðarinnar.
Og hún telur sig sjá hver, að minnsta kosti hluti, rótar vandans sé. „Við sjáum það að á sama tíma og það er að eiga sér stað þessi mikla aukning á kvíða, þunglyndi, sjálfsharmi og -skaða þá er notkun barna á snjalltækjum og samfélagsmiðlum að verða norm. Það er því eitthvað þarna sem snýst í kringum þennan endalausa skjátíma. Við erum með ungt fólk sem er að eyða níu tímum á dag fyrir framan skjá, þar af fimm á samfélagsmiðlum. Við erum með ungar stúlkur sem eru nánast í hálfu starfi á samfélagsmiðlum, tuttugu tíma á viku. Þær fá 240 tilkynningar á dag frá samfélagsmiðlunum og þær eru að upplifa að þær séu ekki nóg. að þær séu ekki í lagi eins og þær séu. Það er stöðugt einhvers konar …
Athugasemdir