Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tæplega helmingslíkur á því að Katrín sigri í forsetakosningunum

Alls 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar, byggð­ar á síð­ustu gerðu skoð­ana­könn­un­um, sýna að lík­urn­ar á því að Katrín Jak­obs­dótt­ir sigri í for­seta­kosn­ing­un­um eft­ir átta daga hafa auk­ist um­tals­vert síð­ustu daga. Sig­ur­lík­ur Höllu Tóm­as­dótt­ur hafa líka batn­að en lík­ur Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur hafa dreg­ist skarpt sam­an.

Tæplega helmingslíkur á því að Katrín sigri í forsetakosningunum
Líklegri Þeir tveir frambjóðendur sem hafa aukið líkur sínar á sigri mest síðustu vikuna eru Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Golli

Líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sigri í komandi forsetakosningum, sem fram fara eftir átta daga, eru nú 45 prósent. Þær voru 36 prósent fyrir fimm dögum síðan. 

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri á nú 18 prósent líkur á sigri en mældist með 32 prósent möguleika á að verða næsti forseti fyrir fimm dögum síðan. Líkur Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði, og Höllu Tómasdóttur, forstjóra B Team, á sigri eru svipaðar og Baldurs sem stendur, eða 17 og 16 prósent. Líkur þeirra beggja hafa aukist lítillega á síðustu dögum.

Líkurnar á því að Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti forseti hafa helmingast á nokkrum dögum og eru nú fimm prósent. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, á eins prósents líkur á því að sigra í kosningunum og hinir sex frambjóðendurnir minna en það. 

Þetta er niðurstaða útreikninga Dr. Baldurs Héðinssonar á líkum hvers frambjóðanda á sigri. Hana fær Baldur út með því að miða við stöðu mála í kosningaspá sem hann vinnur í samstarfi við Heimildina og hversu mikið frávik hefur verið í fyrri skoðanakönnunum tveimur vikum fyrir kosningar. Í kjölfarið keyrði hann 100 þúsund sýndarkosningar til að reikna út hversu líklegt er að hver og einn frambjóðandi sigri. Þegar bæri dregur kosningum minnkar frávikið sem fer inn í sýndarkosningarnar sem mun leiða til þess að þeir frambjóðendur sem eru að mælast með mest fylgi fá hærri líkur á sigri en aðrir minni. 

Fjögur í séns

Nýjasta kosningaspáin var birt í morgun. Þar kom fram að alls ætla 24,2 prósent kjósenda að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forseta Íslands eftir átta daga. Það er mesta fylgi sem hún hefur mælst með í tvær vikur en þó ekki mikil breyting frá þeirri stöðu sem hún hefur verið í meira og minna allan maímánuð. Þá hefur fylgi hennar verið í kringum 24 prósent.  

Halla Hrund er komin niður í 18,5 prósent fylgi sem er í fyrsta sinn sem hún fer niður fyrir 20 prósent í kosningaspánni síðan 23. apríl. Alls hefur Halla Hrund tapað um 40 prósent af fylgi sínu. Baldur mælist nánast með sama fylgi og hún, eða 18,4 prósent, og hefur verið afar stöðugur síðustu vikur.

Halla Tómasdóttir er svo sá frambjóðandi sem er í mesti sókn en fylgi hennar er komið upp í 17,2 prósent eftir að hafa mælst rúmlega níu prósent fyrir tíu dögum síðan og um fjögur prósent í byrjun mánaðar. Jón Gnarr hefur aðeins hellst úr lestinni síðastliðnar vikur og er nú með fimmta mesta fylgið, eða 12,4 prósent, og Arnar Þór  mælist með 5,7 prósent. Hinir sex frambjóðendurnir mælast svo með 3,6 prósent stuðning. 

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspá Heimildarinnar er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig. 

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Hvar eru drottningarviðtöl hinna frambjóðendanna, svona á borð við þetta sem þið færðuð Katrínu á silfurfati og sem mér og fleirum finnst benda sterklega til að Heimildin styðji Katrínu
    1
  • Unnar Unnarsson skrifaði
    Kjósum Baldur 🇮🇸💪
    1
  • Á ÍSLANDI VILJA ALLIR VERA SÍNN EiGIN GÆFUSMIÐUR HELST VERA KÓNGUR Á SINNI EIGIN HUNDA ÞUFU
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár