Tæplega helmingslíkur á því að Katrín sigri í forsetakosningunum

Alls 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar, byggð­ar á síð­ustu gerðu skoð­ana­könn­un­um, sýna að lík­urn­ar á því að Katrín Jak­obs­dótt­ir sigri í for­seta­kosn­ing­un­um eft­ir átta daga hafa auk­ist um­tals­vert síð­ustu daga. Sig­ur­lík­ur Höllu Tóm­as­dótt­ur hafa líka batn­að en lík­ur Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur hafa dreg­ist skarpt sam­an.

Tæplega helmingslíkur á því að Katrín sigri í forsetakosningunum
Líklegri Þeir tveir frambjóðendur sem hafa aukið líkur sínar á sigri mest síðustu vikuna eru Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Golli

Líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sigri í komandi forsetakosningum, sem fram fara eftir átta daga, eru nú 45 prósent. Þær voru 36 prósent fyrir fimm dögum síðan. 

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri á nú 18 prósent líkur á sigri en mældist með 32 prósent möguleika á að verða næsti forseti fyrir fimm dögum síðan. Líkur Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði, og Höllu Tómasdóttur, forstjóra B Team, á sigri eru svipaðar og Baldurs sem stendur, eða 17 og 16 prósent. Líkur þeirra beggja hafa aukist lítillega á síðustu dögum.

Líkurnar á því að Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti forseti hafa helmingast á nokkrum dögum og eru nú fimm prósent. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, á eins prósents líkur á því að sigra í kosningunum og hinir sex frambjóðendurnir minna en það. 

Þetta er niðurstaða útreikninga Dr. Baldurs Héðinssonar á líkum hvers frambjóðanda á sigri. Hana fær Baldur út með því að miða við stöðu mála í kosningaspá sem hann vinnur í samstarfi við Heimildina og hversu mikið frávik hefur verið í fyrri skoðanakönnunum tveimur vikum fyrir kosningar. Í kjölfarið keyrði hann 100 þúsund sýndarkosningar til að reikna út hversu líklegt er að hver og einn frambjóðandi sigri. Þegar bæri dregur kosningum minnkar frávikið sem fer inn í sýndarkosningarnar sem mun leiða til þess að þeir frambjóðendur sem eru að mælast með mest fylgi fá hærri líkur á sigri en aðrir minni. 

Fjögur í séns

Nýjasta kosningaspáin var birt í morgun. Þar kom fram að alls ætla 24,2 prósent kjósenda að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forseta Íslands eftir átta daga. Það er mesta fylgi sem hún hefur mælst með í tvær vikur en þó ekki mikil breyting frá þeirri stöðu sem hún hefur verið í meira og minna allan maímánuð. Þá hefur fylgi hennar verið í kringum 24 prósent.  

Halla Hrund er komin niður í 18,5 prósent fylgi sem er í fyrsta sinn sem hún fer niður fyrir 20 prósent í kosningaspánni síðan 23. apríl. Alls hefur Halla Hrund tapað um 40 prósent af fylgi sínu. Baldur mælist nánast með sama fylgi og hún, eða 18,4 prósent, og hefur verið afar stöðugur síðustu vikur.

Halla Tómasdóttir er svo sá frambjóðandi sem er í mesti sókn en fylgi hennar er komið upp í 17,2 prósent eftir að hafa mælst rúmlega níu prósent fyrir tíu dögum síðan og um fjögur prósent í byrjun mánaðar. Jón Gnarr hefur aðeins hellst úr lestinni síðastliðnar vikur og er nú með fimmta mesta fylgið, eða 12,4 prósent, og Arnar Þór  mælist með 5,7 prósent. Hinir sex frambjóðendurnir mælast svo með 3,6 prósent stuðning. 

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspá Heimildarinnar er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig. 

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Hvar eru drottningarviðtöl hinna frambjóðendanna, svona á borð við þetta sem þið færðuð Katrínu á silfurfati og sem mér og fleirum finnst benda sterklega til að Heimildin styðji Katrínu
    1
  • Unnar Unnarsson skrifaði
    Kjósum Baldur 🇮🇸💪
    1
  • KM
    Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Á ÍSLANDI VILJA ALLIR VERA SÍNN EiGIN GÆFUSMIÐUR HELST VERA KÓNGUR Á SINNI EIGIN HUNDA ÞUFU
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
2
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
6
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Óhlýðni er ekki ofbeldi
9
Greining

Óhlýðni er ekki of­beldi

Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Am­nesty In­ternati­onal á Ís­landi, seg­ir lít­ið þol hjá ráða­mönn­um fyr­ir borg­ara­legri óhlýðni og mót­mæl­um. Ólafi Páli Jóns­syni heim­spek­ingi finnst ámæl­is­vert af Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að lýsa því yf­ir að ef fólk hlýð­ir ekki skip­un­um lög­reglu á mót­mæl­um séu mót­mæl­in þar með ekki frið­sam­leg.
Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?
10
Flækjusagan

Hvers vegna stöðv­uð­ust frið­ar­við­ræð­ur Rússa og Úkraínu­manna?

Fyrstu vik­urn­ar eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 áttu samn­inga­menn ríkj­anna við­ræð­ur um frið­ar­samn­inga sem virt­ust á tíma­bili lík­leg­ar til að skila ár­angri. Þær fóru þó út um þúf­ur að lok­um. Banda­ríska blað­ið The New York Times hef­ur rann­sak­að ástæð­ur þess og hér er fjall­að um nið­ur­stöð­ur blaðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár