Árangur stjórnvalda við að auka fjölbreytni í efnahagslífinu er farinn að skila árangri, en frekari umbætur eru nauðsynlegar til að hámarka efnahagslegan ávinning af hvata til rannsókna og þróunar. Þær umbætur fela meðal annars í sér að skýra eigi útgjaldaviðmið og „styrkja ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun“.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) eftir viðræður hennar við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila sem birt var í vikunni.
Breiðu línurnar í álitinu eru að dregið hafi úr ójafnvægi innanlands og gagnvart útlöndum og að heilt yfir séu horfur á Íslandi góðar. Þó þurfi að herða á aðhaldsstefnu ríkisins.
Samhliða því að það hægi á í hagkerfinu, sem meðal annars var náð fram með miklum vaxtahækkunum, ætti efnahagsstefna Íslands að tryggja mjúka lendingu, ná verðbólgu niður í markmið og auka smám saman varasjóði.
„Árið 2015 voru styrkirnir 1,3 milljarðar króna en í ár …
Athugasemdir