Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einn stúdent úr MR er í forsetaframboði

Vikt­or Trausta­son er eini for­setafram­bjóð­and­inn sem er stúd­ent úr Mennta­skól­an­um í Reykja­vík. En fimm af sex for­set­um lýð­veld­is­ins út­skrif­uð­ust það­an. Rektor skól­ans hef­ur ekki áhyggj­ur af þess­ari þró­un.

Einn stúdent úr MR er  í forsetaframboði
MR var lengi vel eini skóli landsins. Hann á meðal annars rætur sínar að rekja til Bessastaðaskóla.

Þrátt fyrir metfjölda forsetaframbjóðenda hafa aldrei hafa verið minni líkur á því að stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík verði forseti. Aðeins einn útskrifaður nemandi MR er í framboði – Viktor Traustason. En hann mælist með 1% fylgi samkvæmt nýjustu könnun Prósents.

Menntaskólinn í Reykjavík er elsti skóli landsins og hefur alið af sér flesta forseta lýðveldisins – fimm af sex. Það eru þau Ásgeir Ásgeirsson, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson. Sveinn Björnsson er einnig stúdent úr skólanum, en þegar hann útskrifaðist hét skólinn enn Lærði skólinn.

Aðeins einn annar íslenskur framhaldsskóli getur gert tilkall til forseta. Það er Menntaskólinn á Akureyri. En þaðan útskrifaðist Kristján Eldjárn, þriðji forseti lýðveldisins.

Ef til vill er fjöldi forseta sem hafa sótt menntun sína í annað hvort MR eða MA ekki óvenjulegur sökum þess hve takmarkað framboð menntastofnana var framan af. Skólarnir eru enn fremur þeir elstu á landinu. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár