Þrátt fyrir metfjölda forsetaframbjóðenda hafa aldrei hafa verið minni líkur á því að stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík verði forseti. Aðeins einn útskrifaður nemandi MR er í framboði – Viktor Traustason. En hann mælist með 1% fylgi samkvæmt nýjustu könnun Prósents.
Menntaskólinn í Reykjavík er elsti skóli landsins og hefur alið af sér flesta forseta lýðveldisins – fimm af sex. Það eru þau Ásgeir Ásgeirsson, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson. Sveinn Björnsson er einnig stúdent úr skólanum, en þegar hann útskrifaðist hét skólinn enn Lærði skólinn.
Aðeins einn annar íslenskur framhaldsskóli getur gert tilkall til forseta. Það er Menntaskólinn á Akureyri. En þaðan útskrifaðist Kristján Eldjárn, þriðji forseti lýðveldisins.
Ef til vill er fjöldi forseta sem hafa sótt menntun sína í annað hvort MR eða MA ekki óvenjulegur sökum þess hve takmarkað framboð menntastofnana var framan af. Skólarnir eru enn fremur þeir elstu á landinu.
Athugasemdir