Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.

Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
Átakatímar í Ölfusi Miklir átakatímar eru nú í Þorlákshöfn í Ölfusi vegna deilna um framkvæmdir við mölunarverksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg sem stærsta landeldisfyrirtækið í sveitarfélaginu, First Water, telur spilla fyrir starfsemi sinni. Út frá umræðu um málið virðist Elliði Vignisson bæjarstjóri vera fylgjandi verksmiðjunni. Mynd: Samsett / Heimildin

Forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölfuss komu á fund Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, eftir að hann sendi sveitarfélaginu gagnrýnið bréf um fyrirhugaða mölunarverksmiðju Heidelberg og lýstu yfir mikilli óánægju sinni með skrif hans. 

First Water hefur síðastliðin ár unnið að uppbyggingu á landeldisstöð í Ölfusi þar sem ræktaður verður eldislax. Framkvæmdin kostar um 115 milljarða króna og er stærsta fjárfesting einkaaðila í sveitarfélaginu í sögunni og stærsta einkaframkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi. 

Bréfið sem breytti stöðunniBréfið sem Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri First Water, skrifaði breytti stöðunni í málinu og varð til þess að íbúakosningu um verksmiðju Heidelberg var frestað.

Landeldisfyrirtækið er ekki hrifið af verksmiðjunni sem Heidelberg vill reisa í túnfætinum á Þorlákshöfn og lýsti Eggert Þór þeirri skoðun í bréfinu. „Þar sem við erum að byggja upp hágæða matvælaframleiðslu á Laxabraut þá teljum við óásættanlegt að í sömu götu standi til að …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Allir sem lesa greinargerð Skipulagsstofnunar ,,Mölunarverksmiðja við Þorlákshöfn-Álit um umhverfismat framkvæmdar ", sjá að Skipulagsstofnun fer yfir athugasemdirnar, ber þær undir HeidelbergCement, sem gerir lítið úr alvarleika athugasemdanna og það lætur Skipulagsstofnun nægja og gefur samþykki sitt fyrir að Ölfus klári skipulagsvinnu við verkefnið til að HeidelbergCement geti klárað undirbúninginn og hafið starfsemi. Þetta eru óvönduð vinnubrögð hjá Skipulagsstofnun og nauðsynlegt að óháðir aðilar meti umsagnir upp á nýtt og túlki þær ekki bara HeidelbergCemnet í hag.
    3
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Veit ekki afhverju heimildin skrumskælir athugasemdina svona en hér er hlekkurinn þar sem hægt er að kynna sér allt ferlið
    https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/alit-skipulagsstofnunar-111/nr/1282#amum
    -2
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Allir sem lesa greinagerð Skipulagsstofnunar vegna skýrzlu HeidelbergCement um ,,Mölunarverksmiðja við Þorlákshöfn
    Álit um umhverfismat framkvæmdar ", sjá að Skipulagsstofnun fer yfir athugasemdirnar, ber þær undir HeidelbergCement, sem gerir lítið úr alvarleika athugasemdanna og það lætur Skipulagsstofnun nægja og gefur samþykki sitt fyrir að Ölfus klári skipulagsvinnu við verkefnið til að HeidelbergCement geti klárað undirbúninginn og hafið starfsemi. Þetta eru óvönduð vinnubrögð hjá Skipulagsstofnun og nauðsynlegt að óháðir aðilar meti gögn sem gagnrýndu skýrzluna.

    https://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/2259/%C3%81lit%20um%20m%C3%B6lunarverksmi%C3%B0ju%20%C3%9Eorl%C3%A1ksh%C3%B6fn.pdf
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár