„Hversu margir hafa fengið „hjálp“ frá Betra lífi?“ spyr Sylwia Burzykowska grátandi þar sem hún stendur í eldhúsinu á Kópavogsbraut 69, húsi sem er verið að rífa á meðan hún stendur þarna. Betra líf er áfangaheimili þar sem hún hefur búið ásamt fjórum öðrum.
Þetta var þann 2. maí síðastliðinn. Ef hún kæmi sér ekki út úr húsinu á næsta klukkutímanum eða svo, var hún viss um að lögreglan yrði kölluð til. Allir aðrir íbúar áfangaheimilisins voru farnir, fóru fyrr um daginn, en Sylwia veit ekki hvert hún á að fara – hún á ekki í annað hús að venda.
„Ég hélt að ég hefði meiri tíma,“ segir hún og útskýrir að forráðamaður áfangaheimilisins, Arnar Gunnar Hjálmtýsson, hafi fimm dögum fyrr komið á Kópavogsbraut og tilkynnt íbúum að þau þyrftu að flytja út, án þess að gefa upp nákvæma dagsetningu. Arnar vissi frá upphafi að til stæði að rífa húsið, …
Athugasemdir (3)