„Þetta var allt svolítið vanþróað á þessum árum,“ segir Sigurjón Sighvatsson, fjárfestir og kvikmyndaframleiðandi, þegar hann lýsir því hvernig hann fékk hugmyndina að því að opna Domino´s á Íslandi fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Heimildin fjallaði um sterka markaðsstöðu Domino´s á Íslandi nú í maí en þekkti ekki baksöguna að opnun fyrirtækisins hér á landi. Þessa sögu kann Sigurjón hins vegar vel þar sem hann hafði samband við höfuðstöðvar Domino´s í Ann Arbor í Michigan og falaðist eftir því að opna Domino´s árið 1993.
Sigurjón lýsir því hvernig markaðurinn með pitsur var fábrotinn á Íslandi á þessum tíma. Veitingastaðir eins og Pítsahúsið voru á Grensásvegi og þar á undan höfðu staðir eins og Hornið og El Sombrero opnað hér á landi og boðið upp á pitsur. Engin sterk pitsukeðja var hins vegar starfandi hér. „Ég var búinn að fylgjast með þessum markaði hér á landi …
Skammist ykkar, Heimildin!
Ég hef sagt upp sem áskrifandi. Ég þoli ekki svona framkomu.