Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigurjón var ljósfaðir Domino´s á Íslandi

Þeg­ar Sig­ur­jón Sig­hvats­son fjár­fest­ir átt­aði sig á því hvað stað­an á pit­su­mark­aðn­um á Ís­landi var slæm ár­ið 1993 fékk hann um­boð­ið fyr­ir Dom­ino´s. Fyrsti stað­ur­inn sem var opn­að­ur á Ís­landi varð strax sá sölu­hæsti í heimi og eru 22 Dom­ino´s stað­ir á Ís­landi í dag.

Sigurjón var ljósfaðir Domino´s á Íslandi
Opnun fyrir pítsur á Íslandi Sigurjón Sighvatsson segir að það hafi verið vöntun á pítsastöðum á Íslandi árið 1993. Í kjölfarið hafði hann samband við Domino´s í Bandaríkjunum og fengið leyfi til að opna staðinn hér á landi. Mynd: Golli

„Þetta var allt svolítið vanþróað á þessum árum,“ segir Sigurjón Sighvatsson, fjárfestir og kvikmyndaframleiðandi, þegar hann lýsir því hvernig hann fékk hugmyndina að því að opna Domino´s á Íslandi fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Heimildin fjallaði um sterka markaðsstöðu Domino´s á Íslandi nú í maí en þekkti ekki baksöguna að opnun fyrirtækisins hér á landi. Þessa sögu kann Sigurjón hins vegar vel þar sem hann hafði samband við höfuðstöðvar Domino´s í Ann Arbor í Michigan og falaðist eftir því að opna Domino´s árið 1993.

Sigurjón lýsir því hvernig markaðurinn með pitsur var fábrotinn á Íslandi á þessum tíma. Veitingastaðir eins og Pítsahúsið voru á Grensásvegi og þar á undan höfðu staðir eins og Hornið og El Sombrero opnað hér á landi og boðið upp á pitsur. Engin sterk pitsukeðja var hins vegar starfandi hér. „Ég var búinn að fylgjast með þessum markaði hér á landi …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Opnun Dominos er mesta lýðheilsu slys í Íslandssögunni , það mun taka nokkrar kynslóðir að vinda ofan af skaðanum, á meðan hlæja fjárfestar á leiðinni í bankan.
    1
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Þriðja dulda auglýsingin á stuttum tíma fyrir Domino's.

    Skammist ykkar, Heimildin!
    Ég hef sagt upp sem áskrifandi. Ég þoli ekki svona framkomu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár