Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Sigurjón var ljósfaðir Domino´s á Íslandi

Þeg­ar Sig­ur­jón Sig­hvats­son fjár­fest­ir átt­aði sig á því hvað stað­an á pit­su­mark­aðn­um á Ís­landi var slæm ár­ið 1993 fékk hann um­boð­ið fyr­ir Dom­ino´s. Fyrsti stað­ur­inn sem var opn­að­ur á Ís­landi varð strax sá sölu­hæsti í heimi og eru 22 Dom­ino´s stað­ir á Ís­landi í dag.

Sigurjón var ljósfaðir Domino´s á Íslandi
Opnun fyrir pítsur á Íslandi Sigurjón Sighvatsson segir að það hafi verið vöntun á pítsastöðum á Íslandi árið 1993. Í kjölfarið hafði hann samband við Domino´s í Bandaríkjunum og fengið leyfi til að opna staðinn hér á landi. Mynd: Golli

„Þetta var allt svolítið vanþróað á þessum árum,“ segir Sigurjón Sighvatsson, fjárfestir og kvikmyndaframleiðandi, þegar hann lýsir því hvernig hann fékk hugmyndina að því að opna Domino´s á Íslandi fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Heimildin fjallaði um sterka markaðsstöðu Domino´s á Íslandi nú í maí en þekkti ekki baksöguna að opnun fyrirtækisins hér á landi. Þessa sögu kann Sigurjón hins vegar vel þar sem hann hafði samband við höfuðstöðvar Domino´s í Ann Arbor í Michigan og falaðist eftir því að opna Domino´s árið 1993.

Sigurjón lýsir því hvernig markaðurinn með pitsur var fábrotinn á Íslandi á þessum tíma. Veitingastaðir eins og Pítsahúsið voru á Grensásvegi og þar á undan höfðu staðir eins og Hornið og El Sombrero opnað hér á landi og boðið upp á pitsur. Engin sterk pitsukeðja var hins vegar starfandi hér. „Ég var búinn að fylgjast með þessum markaði hér á landi …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Opnun Dominos er mesta lýðheilsu slys í Íslandssögunni , það mun taka nokkrar kynslóðir að vinda ofan af skaðanum, á meðan hlæja fjárfestar á leiðinni í bankan.
    1
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Þriðja dulda auglýsingin á stuttum tíma fyrir Domino's.

    Skammist ykkar, Heimildin!
    Ég hef sagt upp sem áskrifandi. Ég þoli ekki svona framkomu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
5
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár