Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þingið rannsaki framgöngu ráðherra í gjafagjörningi Haraldar

Þing­mað­ur Pírata sagði í um­ræð­um á Al­þingi í morg­un að ný tíð­indi af að­komu og fram­göngu tveggja ráð­herra að hálfs millj­arðs króna eft­ir­launa­hneyksli fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóra, væri nauð­syn­legt að rann­saka. Þing­inu bæri í raun skylda til þess.

Þingið rannsaki framgöngu ráðherra í gjafagjörningi Haraldar
Vill viðbrögð Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók málið upp á þingi í dag. Mynd: Heimildin

„Við verðum að kveikja ljósin og lofta út úr því reykfyllta bakherbergi sem málið hefur fengið að þróast í,“ sagði  Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á alþingi í morgun og fór fram á að þingið rannsakaði framgöngu tveggja ráðherra, í tengslum við samkomulag Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, við níu undirmenn sína. Þeir fólu í sér stórbætt lífeyrisréttindi.

„Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar frá í mars síðastliðnum þar sem samkomulag þáverandi ríkislögreglustjóra var sagt ólögmætur gjafagjörningur, hlýtur þingið að þurfa að bregðast við.“

Að lágmarki 500 milljón króna kostnaður mun falla á ríkissjóð vegna þess, jafnvel þó Hæstiréttur hafi talið gjörning Haraldar ólögmætan örlætisgjörnings sem gerður hafi verið við útvalda undirmenn ríkislögreglustjórans.

„Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar frá í mars síðastliðnum þar sem samkomulag þáverandi ríkislögreglustjóra var sagt ólögmætur gjafagjörningur, hlýtur þingið að þurfa að bregðast við,“ sagði Björn Leví.

Hann vísaði í ræðu sinni sérstaklega til þess hvernig Hæstiréttur tiltekur hlut tveggja ráðherra, sem ástæðu þess að samningar ríkislögreglustjóra skyldu standa, þrátt fyrir að þá hefði Haraldur Johannessen gert í heimildarleysi án samráðs. 

„Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að afstaða ráðherra, sem var þvert á mat ráðuneytisins, til heimildar þáverandi ríkislögreglustjóra, hafi verið til styrkja trú þeirra sem nutu ólögmæta gjafagjörningsins,“ sagði Björn og vitnaði orðrétt í dóm Hæstaréttar um yfirlýsingar ráðherrana sem hafi orðið til að „skuldbinda“ ríkið til að standa við samkomulagið. 

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar kemur fram að ráðherrunum var ítrekað bent á að samningarnir væru óeðlilegir, myndu hafa í för með sér gríðarlegan aukin kostnað fyrir ríkissjóð og væru ekki í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingar fjármálaráðherrans þáverandi í umræðum um málið á Alþingi, þar sem hann sagði ráðuneyti hans hafa metið samningagerð Haraldar, innan heimilda.

Fjármálaráðherra fullyrti í ræðu sinni 24. febrúar 2020 að niðurstaða ráðuneytisins væri Haraldi Johannessen hafi verið heimilt að gera samning eins og þann sem hann gerði við níu undirmenn sína. Þremur vikum fyrr hafði þó embættismaður í ráðuneytinu komist að þveröfugri niðurstöðu og beint því til dómsmálaráðuneytis að skoða hvort afturkalla ætti samkomulagið.

Ekkert í þeim gögnum sem Heimildin fékk afhent úr fjármálaráðuneytinu, bendir til þess að ráðuneytið hafi gefið grænt ljós á heimildir Haraldar.

„En ég ætla að gefa mér að stjórnarmeirihlutinn hafi engan áhuga á því og gerist því samsekur í verkleysi sínu gagnvart því verkefni sínu að rannsaka þetta mál á heiðarlegan hátt.“

Hæstiréttur gerði athugasemdir við seinagang, ónákvæmar og ótímabærar yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar, þáverandi fjármálaráðherra, og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, um réttmæti samninganna, sem gerðir voru haustið 2019.

Björn Leví sagði að þetta mætti auðveldlega túlka þannig að ráðherrarnir hafi í raun tekið til sín ábyrgðina með því að leggja blessun sína yfir samkomulagið, sem embættismenn beggja ráðuneytanna komust að niðurstöðu um að væri þvert á móti, gert í heimildarleysi.

„Það tók ráðuneytið hálft ár að ríkislögreglustjóra var ekki heimilt að taka þessa ákvörðun, sem var svo gert að engu tæpum mánuði síðar af ráðherra sem blessaði þennan gjörning í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví sem ræddi einnig þátt þáverandi dómsmálaráðherra í málinu, sem þrátt fyrir ábendingar og varnaðarorð um lögmæti samkomulagsins, fullyrt að Haraldur hefði verið með allt á þurru í málinu.

Í samtali við Heimildina hefur ráðherrann viðurkennt að það hafi ekki verið heppilegt að hún færi fram með slíka fullyrðingu, hafandi einungis orð Haraldar sjálfs fyrir henni. Hæstiréttur gagnrýnir það atriði og segir Áslaugu hafa verið í lófa lagið að leita annað eftir áliti, enda hafi hún haft til þess hátt í mánuð.

„Já ég hefði átt að gera það. Það er niðurstaða Hæstaréttar,“ sagði Áslaug í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Björn Leví sagði framgöngu ráðherrana beggja annað af tvennu; dómgreindarskort eða spillingu.

„Og sá sem sér það ekki þarf að kynna sér hugtakið spilling betur, því að rökin fyrir því ættu að vera augljós öllum sem skoða málið," sagði Björn Leví og endurtók kröfu sína um að þingið tæki málið til rannsóknar; það væri þingsins að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það væri beinlínis skylda þingsins.

„En ég ætla að gefa mér að stjórnarmeirihlutinn hafi engan áhuga á því og gerist því samsekur í verkleysi sínu gagnvart því verkefni sínu að rannsaka þetta mál á heiðarlegan hátt,“ sagði þingmaðurinn sem taldi ráðherrana hafa haft mörg ár til að sinna sínum skyldum en „klúðrað því ærlega."

Þetta er í annað sinn sem Píratar taka málið upp á Alþingi en fyrir tveimur vikum ræddi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir málið við núverandi dómsmálaráðherra, og spurði hana hvort ekki væri ástæða til þess að rannsókn fari fram á embættisfærslum Haraldar, með tilliti til ákvæða laga um réttindi og skyldur embættismanna og ákvæða laga um brot í opinberu starfi.

Ráðherra sagði það ekki sitt að gera það og vísaði málinu á Héraðssaksóknara. Það hafa fleiri embætti og stofnanir raunar gert í samtali við Heimildina. Síðast þegar fréttist hafði þó Héraðssaksóknari málið ekki á sínu borði og á honum var að skilja að það yrði ekki rannsakað nema að fram kæmi beiðni eða kæra í málinu.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Alltaf sama sagan; xD mafían gerir það sem henni sýnist og ver sína. Þjónustan er fyrst og fremst við mafíuna og meðlimi hennar ekki við þjóðina.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dýr skyldi Haraldur allur

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár