Alma Möller, landlæknir segir mikilvægt að fylgjast vel með þróun einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Útvistun skurðaðgerða geti þó verið af hinu góða. „Það eykur aðgengi, minnkar bið og getur létt álagið á opinberum stofnunum. Það eykur líka valfrelsi bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk,“ segir Alma en leggur áherslu á að eftirlit sé vandað sem og aðgengi að upplýsingum varðandi kostnað, gæði og árangur. Útvistun þjónustu eigi alltaf að vera á forsendum sjúklinga og almannaheilla. „Sjúkratryggingar veita eftirlit og auðvitað embætti landlæknis og það er stundum gott að þessar tvær stofnanir vinni saman.“ Alma segir einnig mjög mikilvægt að útvistun á þjónustu verði ekki til þess að stofnanir veikjast og nefnir Landspítalann sérstaklega.
Hún tekur undir áhyggjur Runólfs Pálssonar, forstjóra Landspítala, sem sagði í Heimildinni fyrir rúmu ári að hann hefði nokkurn beyg vegna ákvörðunar yfirvalda að …
Bjarni Ben. er í stjórnmálum til þess eins að verja hagsmuni auðstéttarinnar. Honum er skítsama um hina "ræflanna".