Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sýnileiki lögreglu hverfi verði niðurskurður að veruleika

Í dag eru að jafn­aði 20 al­menn­ir lög­reglu­menn að störf­um á hverj­um degi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það er sami fjöldi og var ein­göngu í Reykja­vík ár­ið 2007.

Sýnileiki lögreglu hverfi verði niðurskurður að veruleika
Fækkun Mun færri lögreglumenn eru við störf á hverjum degi við almenn löggæslustörf í dag en voru það fyrir næstum tveimur áratugum síðan. Mynd: Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sú tveggja prósenta aðhaldskrafa sem gerð er á málaflokk löggæslu í nýlega birtri fjármálaáætlun til fimm ára þýði að framlög til embættisins muni lækka um 155 milljónir króna á ári. 

Slíkur samdráttur muni meðal annars leiða til þess að sýnileiki í löggæslu muni hverfa. Í umsögn lögreglunnar um áætlunina segir að í dag séu að jafnaði 20 lögreglumenn við störf á hverjum degi við almenna löggæslu á öllu höfuðborgarsvæðinu að undanskildum föstu- og laugardagsnæturvöktum. Það sé sami fjöldi og var eingöngu í Reykjavík fyrir sameiningu embætta árið 2007. „Fjölgun íbúa og sérstaklega aukning ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár hefur fjölgað verkefnum lögreglu verulega auk þess sem nýtt viðskiptamódel skipafyrirtækja, með aukinni viðkomu á Íslandi þar sem farþegaskipti eiga sér stað, verða mikil áskorun á þessu ári og næstu árin.“

Íbúar höfuðborgarsvæðisins í lok september síðastliðins voru 252.390 talsins. Tölur Hagstofu Íslands um þróun íbúa svæðisins …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár