Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sú tveggja prósenta aðhaldskrafa sem gerð er á málaflokk löggæslu í nýlega birtri fjármálaáætlun til fimm ára þýði að framlög til embættisins muni lækka um 155 milljónir króna á ári.
Slíkur samdráttur muni meðal annars leiða til þess að sýnileiki í löggæslu muni hverfa. Í umsögn lögreglunnar um áætlunina segir að í dag séu að jafnaði 20 lögreglumenn við störf á hverjum degi við almenna löggæslu á öllu höfuðborgarsvæðinu að undanskildum föstu- og laugardagsnæturvöktum. Það sé sami fjöldi og var eingöngu í Reykjavík fyrir sameiningu embætta árið 2007. „Fjölgun íbúa og sérstaklega aukning ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár hefur fjölgað verkefnum lögreglu verulega auk þess sem nýtt viðskiptamódel skipafyrirtækja, með aukinni viðkomu á Íslandi þar sem farþegaskipti eiga sér stað, verða mikil áskorun á þessu ári og næstu árin.“
Íbúar höfuðborgarsvæðisins í lok september síðastliðins voru 252.390 talsins. Tölur Hagstofu Íslands um þróun íbúa svæðisins …
Athugasemdir