Ekki er slegið slöku við í leikhúsum landsins þessa dagana þrátt fyrir að leikárinu sé að ljúka. Síðastliðna helgi mátti sjá fjölmargar leiksýningar á höfuðborgarsvæðinu og sá pistlahöfundur þrjár þeirra; Óperuna hundrað þúsund í Kassa Þjóðleikhússins, And Björk, of course … á Nýja sviði Borgarleikhússins og Á rauðu ljósi í Þjóðleikhúskjallaranum.
Hér er ekki um að ræða hefðbundna leikhúsgagnrýni heldur frekar tilraun til að takast á við þrjár leiksýningar í einu, skoða umfjöllunarefni þeirra nánar og setja í samhengi við samtímann. Allar þrjár sýningarnar eru ólíkar í eðli sínu en eiga sitthvað sameiginlegt.
Íslenskt samfélag undir smásjá
Óperan hundrað þúsund, líbrettó eftir Kristínu Eiríksdóttur og tónlist eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur, var frumsýnd síðastliðinn föstudag. Að henni stendur leikhópurinn Svartur jakki, leikstjóri er Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, og er þessi óvenjulega ópera …
Athugasemdir