Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Sendur í heilaskönnun 2400 árum eftir fæðingu

Að næt­ur­lagi í lok apríl sl. var litl­um fólks­bíl ek­ið frá Sil­ke­borg á Jótlandi til Árósa, um 40 kíló­metra leið. Tveir far­þeg­ar voru í bíln­um, ann­ar á miðj­um aldri en hinn mun eldri, kom í heim­inn löngu fyr­ir Krists burð. Það var þó ein­ung­is höf­uð þess gamla sem var með í öku­ferð­inni.

Það var ekki mikið tilstand í kringum þessa ökuferð, engin lögreglufylgd og blá blikkandi ljós. Einungis tveir litlir fólksbílar, annar með höfuð „gamla mannsins“ og hinn bíllinn sem ók í humátt á eftir. Ökuferðin frá brottfararstaðnum, Minjasafninu í Silkeborg, til Háskólans í Árósum tók einungis um hálfa klukkustund. Þegar þangað var komið var höfuð „gamla mannsins“ flutt inn á rannsóknarstofu skólans. Vel og vandlega hafði verið búið um höfuðið í sérútbúnum málmkassa og um leið og hann hafði verið opnaður var höfuðið tekið upp. Því var svo komið fyrir í plastfötu sem var hæfilega víð til þess að höfuðið væri í stellingu eins og það sæti á höfði manns, hvirfillinn efst. Þetta var nauðsynlegt vegna verkefnisins sem var tilgangur ferðalagsins.

Ætíð nefndur Tollundmaðurinn

Þetta umrædda höfuð sem flutt var að næturþeli frá Silkeborg til Árósa er talið afar merkilegt enda er það um það bil 2400 ára gamalt og er, ásamt búknum, best varðveittu líkamsleifar manns sem til eru frá fornöld. Hann gengur undir nafninu Tollundmaðurinn af þeirri einföldu ástæðu að svæðið þar sem hann fannst heitir Tollund og er skammt vestan við Silkeborg á Mið-Jótlandi.

Merkur fundurTollund-maðurinn skömmu eftir að hann fannst í mýrlendinu árið 1950.

Svæðið er mýrlent og þar hafði öldum saman verið tekinn mór til kyndingar. 6. maí árið 1950 voru nokkrir bændur við mótekju og komu þá niður á líkamsleifar sem virtust, við fyrstu sýn, ekki mjög gamlar. Morð var það fyrsta sem bændunum datt í hug og höfðu strax samband við lögreglu, sem kvaddi til sérfræðinga safnsins í Silkeborg. Sérfræðingarnir voru fljótir að átta sig á því að líkamsleifarnar væru mjög gamlar, eins og síðar kom í ljós. Ástæða þess að þær höfðu varðveist jafn vel og raun bar vitni var jarðvegurinn. 

Tollundmaðurinn var grafinn upp og aldursgreining leiddi í ljós að hann hefði dáið á árabilinu 405 -384 fyrir Krist. Þegar hann fannst var hann með leðurreim (lykkju) um hálsinn og það hefur þótt benda til að hann hafi verið hengdur. Talinn hafa verið 30–40 ára gamall, um 1,65 metri á hæð og fæturnir svara til skóstærðar 41, stutthærður og virðist hafa verið nýrakaður þegar hann var lagður í gröfina. Sérfræðingar telja hann hafa verið við góða heilsu þegar hann lést, en þó með vörtur á fótum. 

Einn merkasti gripur safnsins

Sérfræðingar Minjasafnsins í Silkeborg gerðu sér strax grein fyrir að þeir voru með einstæðan „grip“ í höndunum enda hefur Tollundmaðurinn verið eitt helsta aðdráttarafl safnsins þar sem hann hvílir í glerkistu. Upphaflega var mest áhersla lögð á varðveislu höfuðsins en hluti húðarinnar á fótum og handleggjum er gervileður (orðalag safnsins).

„Þótt freistingin hafi kannski verið mikil hefur engum dottið í hug að reyna að kíkja upp í hann“
Ole Nielsen,
safnstjóri í Minjasafninu í Silkeborg

Hefur áður farið í skannmyndatöku

Árið 2002 fór höfuð Tollundmannsins í sams konar ferðalag og í apríl síðastliðnum. Tilgangur ferðarinnar árið 2002, sem farin var í lögreglufylgd, var sá sami og nú, að skanna höfuðið. Á þeim 22 árum sem liðin eru frá fyrri myndatökunni hefur tækninni á þessu sviði fleygt mjög fram. Fyrir utan hvað allar myndir eru nú skýrari en þá er það einkum tvennt sem sérfræðingarnir í Silkeborg hafa sérstakan áhuga fyrir, annars vegar tennurnar og hins vegar augun.

HeilaskanniTollund-maðurinn hefur nú tvívegis farið í heilaskanna.

Tollundmaðurinn var með lokaðan munninn þegar hann fannst og „þótt freistingin hafi kannski verið mikil hefur engum dottið í hug að reyna að kíkja upp í hann,“ sagði Ole Nielsen safnstjóri. „Á nýju myndunum getum við séð tennurnar mjög nákvæmlega og þær segja margt um hvernig lífi hann hefur lifað. Hægra augað, sem er lokað, hefur varðveist mjög vel, sjóntaugin er ósködduð og sömuleiðis augasteinninn.“ 

Margt fleira telja sérfræðingarnir að myndatakan muni varpa ljósi á.

Vísindamenn vita dánarorsökina

Ole Nielsen safnstjóri nefndi í viðtali við danska útvarpið að hingað til hefði verið talið að Tollundmaðurinn hafi verið hengdur, sú ályktun hefði verið dregin af ólinni sem hann hafði (og hefur) um hálsinn. Nú vita vísindamenn dánarorsökina en vilja ekki greina frá henni. Það verður gert í sérstakri skýrslu sem sérfræðingar Háskólans í Árósum og Minjasafnsins í Silkeborg skrifa.

Af Tollundmanninum er það að segja að hann hvílir nú í glerkistu sinni á Minjasafninu í Silkeborg, með höfuðið á sínum stað.

Fékk kennitölu

Eins og margir vita þurfa allir Danir að hafa kennitölu, personnummer. Lengi vel hafði Tollundmaðurinn ekki kennitölu en árið 1987 var tekið fingrafar af þumalfingri hans og þá fékk hann kennitölu. Embættismennirnir í innanríkisráðuneytinu hafa kannski verið í vandræðum varðandi fæðingardag og ár og hafa brugðið á það ráð að nota 29. maí 1987 sem fæðingardag.

KennitalaTollund-maðurinn hefur fengið kennitölu og eru skilríki hans undirrituð með fingrafari.

Á persónuskilríkinu er gert ráð fyrir að eigandinn skrifi nafn sitt eigin hendi, þar hafa embættismennirnir ákveðið að láta fingrafarið duga. Á persónuskilríki skal tilgreina skírnarnafn og fjölskyldunafn, ásamt heimilisfangi. Embættismennirnir hafa ákveðið að eitt nafn myndi duga Hr. Tollund eins og stendur á skírteininu.

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár