Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja byggja risavaxin gróðurhús við Patterson-svæðið

Um 123 þús­und fer­metra gróð­ur­hús, um átta metr­ar á hæð, yrðu byggð við Patter­son-flug­völl til þör­unga­rækt­un­ar gangi áform fyr­ir­tæk­is þar um eft­ir.

Vilja byggja risavaxin gróðurhús við Patterson-svæðið
Þörungarækt Þörungarnir yrðu ræktaðir í glerrörum inni í gróðurhúsum. Nýtt yrði bæði náttúruleg birta sem og gróðurljós. Mynd: Shutterstock

Fyrirtæki sem kallar sig Algae Capital B.V. áformar uppbyggingu umfangsmikillar þörungaframleiðsla að Vogshóli – Sjónarhóli, við Patterson-svæðið, sunnan Fitja í Reykjanesbæ. Fyrirhuguð er uppbygging á gróðurhúsum, skrifstofum og borholum fyrir jarðsjó. 

Í skýrslu vegna matsfyrirspurnar til Skipulagsstofnunar, sem birt er í Skipulagsgátt, segir að uppbyggingin sé áformuð í sex áföngum og verði lokið árið 2031. Gróðurhúsin yrðu í heild 122.688 fermetrar að stærð en auk þess yrði byggð 8.000 fermetra skrifstofuhúsnæði. Þá stendur til að bora fjórar holur fyrir jarðsjó. Í fyrsta áfanga er stefnt er að því að framleiða um 2.000 kíló af þurrkuðum þörungum á dag. Heildarframleiðsla, við byggingu síðari áfanga, yrði um 12.000 kíló á dag.

Við flugvöllinnÁ athafnasvæði því sem Algae Capital B.V. áformar að reisa gróðurhúsin er m.a. gagnaver og gamall flugvöllur.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að sögn fyrirtækisins að „byggja upp umhverfisvæn gróðurhús“ sem nýta myndu jarðsjó úr borholum til þörungaræktunar. Húsin yrðu rúmlega 8 metrar á hæð og í þeim yrðu þörungar framleiddir í sérstökum glerrörum. „Þörungana má nota í matvælaiðnaðinn, næringarefni, lyfjavörur og snyrtivörur,“ segir í skýrslunni.

Áætlað er að bora niður á 90 metra dýpi eftir köldum jarðsjó. Borholurnar þyrftu að framleiða 5 l/s til að mæta þörf fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Hið áformaða framkvæmdasvæði er austan við Ásbrú og í tæplega kílómetra fjarlægð frá Reykjanesbrautinni. Á svæðinu er í dag að finna hinn svokallaða Patterson-flugvöll sem var byggður af Bandaríkjaher. Á skipulagssvæðinu er ennfremur að finna gagnaver atNorth.

Orkuþörf framleiðslunnar myndi aukast með hverjum áfanga og í heild mun þurfa um 43,5 MW af uppsettu afli til starfseminnar. Samtal er sagt í gangi við HS Orku um afhendingu rafmagns. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár